Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Kubo tryggði sigurinn áður en Orri kom inn
Mynd: EPA
Orri Steinn er kominn með 2 mörk í La Liga.
Orri Steinn er kominn með 2 mörk í La Liga.
Mynd: Getty Images
Real Sociedad 1 - 0 Villarreal
1-0 Takefusa Kubo ('51 )

Real Sociedad tók á móti Villarreal í eina leik kvöldsins í spænska boltanum og úr varð mikill baráttuleikur.

Bæði lið eru í baráttu um Evrópusæti og var staðan markalaus eftir afar tíðindalítinn fyrri hálfleik.

Heimamenn tóku forystuna snemma í síðari hálfleik þegar Takefusa Kubo skoraði eftir magnað einstaklingsframtak í skyndisókn. Sjáðu markið.

Villarreal skipti um gír eftir að hafa lent undir og sótti stíft en tókst ekki að koma boltanum í netið þrátt fyrir góðar tilraunir.

Heimamenn fengu einnig sín færi en hvorugu liði tókst að skora svo lokatölur urðu 1-0. Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum en var skipt inn á 83. mínútu í sigrinum.

Sociedad er í sjöunda sæti eftir þennan sigur, með 28 stig eftir 19 umferðir - tveimur stigum á eftir Villarreal sem situr í fimmta sæti.

Orri skoraði síðast fyrir Sociedad í nóvember en missti svo af sex leikjum vegna vöðvameiðsla og hefur ekki skorað síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner