Jakob Franz Pálsson, leikmaður Vals, fór í aðgerð á dögunum á hné og verður frá næsta mánuðinn.
Skorinn var af beinstubbur úr hnénu sem hefur verið að trufla Jakob síðustu misseri. Endurhæfingin á að taka um 3-4 vikur.
Hann snýr líklega aftur á völlinn í mars og Íslandsmótið byrjar svo í apríl.
Skorinn var af beinstubbur úr hnénu sem hefur verið að trufla Jakob síðustu misseri. Endurhæfingin á að taka um 3-4 vikur.
Hann snýr líklega aftur á völlinn í mars og Íslandsmótið byrjar svo í apríl.
Jakob Franz er 22 ára varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður. Hann kom til Vals frá Venezia fyrir um ári síðan og kom vð sögu í 18 leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar.
Athugasemdir