Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
banner
   fim 13. febrúar 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Franz þurfti að fara í aðgerð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Franz Pálsson, leikmaður Vals, fór í aðgerð á dögunum á hné og verður frá næsta mánuðinn.

Skorinn var af beinstubbur úr hnénu sem hefur verið að trufla Jakob síðustu misseri. Endurhæfingin á að taka um 3-4 vikur.

Hann snýr líklega aftur á völlinn í mars og Íslandsmótið byrjar svo í apríl.

Jakob Franz er 22 ára varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður. Hann kom til Vals frá Venezia fyrir um ári síðan og kom vð sögu í 18 leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner