Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. mars 2023 09:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona bætti met í sigrinum gegn Bilbao
Mynd: Getty Images

Barcelona er á miklu skriði í La Liga en liðið er með 9 stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar.


Liðið vann Athletic Bilbao með einu marki gegn engu en Inaki Williams leikmaður Bilbao var ekki sáttur með að mark hans hafi verið tekið af undir lok leiksins.

Varnarleikur Barcelona hefur verið hreint út sagt magnaður en liðið hefur aðeins fengið á sig átta mörk í fyrstu 25 leikjunum.

Það er met í spænsku deildinni en Atletico Madrid og Deportivo La Coruna koma þar á eftir. Atletico fékk á sig 10 mörk tímabilið 1990/91 og Deportivo 10 mörk 1993/94.

Marc-Andre Ter Stegen markvörður liðsins hefur haldið hreinu í 19 af 25 leikjum á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner