Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. apríl 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Lykilmaðurinn: Nokkur félög höfðu áhuga
Dion Acoff - Þróttur
Dion Acoff á fleygiferð.
Dion Acoff á fleygiferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Við þurfum greinilega að sanna að fólk hefur rangt fyrir sér," sagði Dion Acoff við Fótbolta.net þegar honum var tilkynnt að liðinu er spáð tólfta og neðsta sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

Dion var besti leikmaður Þróttara í 1. deildinni í fyrra en hann var valinn í lið ársins í deildinni. Hann mætti til Íslands á nýjan leik fyrir nokkrum vikum eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum í vetur.

„Ég var heima í LA að hvíla mig og gera mig kláran fyrir sumarið. Ég æfði þar með nokkrum félögum sem voru líka í fríi frá sínum félagsliðum."

Dion spilaði því ekkert með Þrótti á undirbúningsmótunum þar sem liðið vann ekki leik.

„Á síðasta ári gekk líka illa á undirbúningstímabilinu og við enduðum í 2. sætinu. Undirbúningstímabilið skiptir í raun ekki máli. Þetta snýst um það hvað gerist þegar tímabilið byrjar þann 1. maí."

Dion skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt en fleiri íslensk félög sýndu honum áhuga í fyrra.

„Það voru nokkur félög sem höfðu áhuga í félagaskiptaglugganum í fyrra og eftir tímabilið. Ég var ánægður hjá Þrótti og var ánægður með Gregg þjálfara. Ég hef náð vel saman með liðsfélögum mínum og er ánægður með að vera áfram hér."

„Ég er mjög ánægður hér hjá Þrótti. Félagið er að vinna í að ná lengra og vonandi get ég hjálpað liðinu að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni,"
sagði Dion sem er ánægður með lífið á Íslandi.

„Ég er búinn að venjast lífinu hér og kann vel við mig. Veðrið var hræðilegt fyrst þegar ég kom en maður venst því."

Dion er 24 ára gamall en hann stefnir á að spila í stærri deildum í framtíðinni.

„Ég vil spila í eins sterkri deild og ég get og markmiðið er að spila síðar í Danmörku, Noregi og vonandi get ég spilað einn daginn einhversstaðar á Englandi," sagði hinn eldfljóti Dion að lokum.
Athugasemdir
banner
banner