Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 13. apríl 2021 13:29
Magnús Már Einarsson
Áhorfendur bannaðir á leikjum á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaviðburðum samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum.

Reglurnar taka gildi á fimmtudag og eru í þrjár vikur til að byrja með.

Áhorfendur eru leyfðir í sviðslistum en áhorfendabann er hins vegar á íþróttaleikjum.

Því er útlit fyrir að engir áhorfendur verði á fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla sem er áætlað að fari fram í kringum mánaðarmótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner