Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   mán 13. maí 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola um Gvardiol: Var feiminn og stressaður þegar hann kom fyrst
Varnarmaðurinn Josko Gvardiol átti í brasi fyrstu mánuði sína hjá Manchester City en hefur sprungið rækilega út að undanförnu og skorað mikilvæg mörk.

Hann skoraði tvívegis í 4-0 sigrinum gegn Fulham á laugardag og fjórði Englandsmeistaratitill City í röð er í sjónmáli. Króatinn hefur skorað fimm mörk í síðustu sjö leikjum.

„Lífið snýst um sjálfstraust," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, um aukið sjálfstraust leikmannsins eftir því sem liðið hefur á tímabilið.

„Það er ekki auðvelt að höndla það að koma í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildina 21 árs. Hann var í smá brasi til að byrja með. Hann kom inn í lið sem vann þrennuna og í byrjun var hann smá feiminn og stressaður."

Gvardiol hafði nánast aðeins spilað sem miðvörður áður en hann kom til City þar sem hann hefur verið notaður sem vinstri bakvörður.

„Hann vill verða betri og betri. Hans einbeiting er á fótboltanum og við vissum það allan tímann að hann væri nægilega góður til að spila fyrir okkur. Hann þurfti bara að fá tíma."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner