Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 13. júlí 2021 10:13
Elvar Geir Magnússon
UEFA opinberar úrvalslið EM alls staðar
Gianluigi Donnarumma tekur við verðlaunum frá Aleksander Ceferin, forseta UEFA, en ítalski markvörðurinn var valinn maður mótsins.
Gianluigi Donnarumma tekur við verðlaunum frá Aleksander Ceferin, forseta UEFA, en ítalski markvörðurinn var valinn maður mótsins.
Mynd: EPA
UEFA hefur opinberað úrvalslið EM alls staðar en meistararnir í ítalska liðinu eiga flesta fulltrúa eða fimm talsins. Þar á meðal er Gianluigi Donnarumma sem valinn var maður leiksins.

Það var sérstök nefnd á vegum UEFA sem sá um valið en nefndin er skipuð sextán fyrrum leikmönnum og/eða þjálfurum. Þar á meðal eru Fabio Capello og David Moyes.

Í gær kom inn hlaðvarpsþáttur hér á Fótbolta.net þar sem mótið var gert upp.

Markvörður:
Gianluigi Donnarumma (Ítalía)

Varnarmenn:
Kyle Walker (England)
Leonardo Bonucci (Ítalía)
Harry Maguire (England)
Leonardo Spinazzola (Ítalía)

Miðjumenn:
Pierre-Emile Höjbjerg (Danmörk)
Jorginho (Ítalía)
Pedri (Spánn)

Sóknarmenn:
Federico Chiesa (Ítalía)
Romelu Lukaku (Belgía)
Raheem Sterling (England)
EM alls staðar - Ítalía tók fótboltann með sér
Athugasemdir
banner