Vestri hefur rætt við að minnsta kosti þrjá þjálfara eftir viðskilnaðinn við Heiðar Birni Torleifsson í gær.
Jón Þórir Hauksson, fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, staðfesti við Fótbolta.net fyrr í dag að hann hefði sagt nei við Vestra.
Vestramenn hafa einnig rætt við Rafn Markús Vilbergsson og Rúnar Pál Sigmundsson samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Rúnar Páll er fyrrum þjálfari Stjörnunnar þar sem hann gerði frábæra hluti. Hann stýrði Stjörnunni til Íslandsmeistaratitils á fyrsta tímabili sínu með liðið 2014. Þá gerði hann liðið að bikarmeisturum árið 2018.
Hann hætti óvænt eftir eina umferð í Pepsi Max-deildinni í sumar og er núna án félags.
Rafn Markús er fyrrum þjálfari Njarðvíkur þar sem hann gerði flotta hluti. Hann kom liðinu upp í Lengjudeildina en hann hætti með Njarðvík 2019. Hann hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um Lengjudeildina í sumar.
Það verður áhugavert að sjá hver tekur við en Vestri er núna í sjötta sæti Lengjudeildarinnar. Næsti leikur liðsins er við Þrótt á laugardag.
Athugasemdir