City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
banner
   þri 13. júlí 2021 16:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór sagði nei við Vestra
Lengjudeildin
Jón Þór var síðast þjálfari kvennalandsliðsins.
Jón Þór var síðast þjálfari kvennalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er í þjálfaraleit eftir að Heiðar Birnir Torleifsson hætti sem þjálfari liðsins og var tilkynnt um það í gærkvöldi.

Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson er einn þeirra sem Vestri hefur sett sig í samband við.

Fótbolti.net hafði samband við Jón Þór í dag og staðfesti hann að hann hafi neitaði tilboði frá Vestra.

Næsti leikur Vestra er gegn Þrótti á laugardag. Liðið er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar þegar mótið er hálfnað.

„Leit er hafin að nýjum aðalþjálfara og munum við koma með tilkynningar þess efnis þegar það er klárt," sagði í tilkynningu Vestra í gær.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner