Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 13. ágúst 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Axel og Patrik á leið til Bandaríkjanna - Grótta gæti bætt við sig
Axel Sigurðarson fagna marki.
Axel Sigurðarson fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Axel Sigurðarson og Patrik Orri Pétursson, leikmenn Gróttu, er á leið til Bandaríkjanna í nám en þeir fara út í lok ágúst. Þeir ná því nokkrum leikjum í viðbót áður en þeir kveðja Gróttu í bili.

Axel er 22 ára gamall kantmaður sem hefur spilað alla níu leiki Gróttu í Pepsi Max-deildinni í sumar og skorað eitt mark. Patrik Orri er 19 ára gamall miðvörður sem hefur spilað sex leiki í Pepsi Max-deildinni.

Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, segist vera með augun opin fyrir liðsstyrk.

„Við erum að leita að styrkingum. Við erum að tala við félögin í kringum okkur og gera þetta á réttan hátt. Við erum ekki í því að hafa samband við leikmenn í leyfisleysi. Við erum í þessari baráttu að skoða," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag.

„Eisn og ég hef sagt áður þá er þetta stór hópur hjá okkur og margir leikmenn sem eru mjög svipaðir að getu. Það er barátta og við klárum mótið með þessum leikmönnum sem við höfum ef engin styrking kemur."

Grótta fékk skoska framherjann Kieran McGrath í sínar raðir í júlí en ólíklegt er að fleiri erlendir leikmenn komi til félagsins.

„Eins og staðan er núna erum við að skoða alla möguleika sem eru í boði. Það er hins vegar ekki líklegt að við krækjum í erlendan leikmann. Það er frekar ólíklegt. Við erum að leita á innlenda markaðinum. Maður horfir líka á deildirnar fyrir neðan en maður getur ekki farið að pota í leikmenn án þess að tala við félögin," sagði Ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner