Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   þri 13. september 2022 15:37
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Tottenham í Lissabon: „Ein besta sóknarlína heims“
Richarlison og Son Heung-min á æfingu í gær.
Richarlison og Son Heung-min á æfingu í gær.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Eric Dier.
Eric Dier.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir hefjast í Meistaradeild Evrópu klukkan 16:45, annar þeirra er viðureign Sporting Lissabon og Tottenham.

Tottenham ætti að mæta ferskt til leiks en leik liðsins gegn Manchester City sem átti að vera á laugardaginn síðasta var frestað vegna andláts Elísabetar Englandsdrottningar.

Tottenham vann 2-0 sigur gegn Marseille í fyrstu umferð D-riðils en Sporting er á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur gegn Eintracht Frankfurt.

„Tottenham er klárlega sigurstranglegasta lið riðilsins. Þeir eru með eina bestu sóknarlínu heims, með sigursælan þjálfara og heimsklassa leikmenn. Við þurfum að fara gætilega því þeir geta refsað okkur fyrir minnstu mistök," segir Rúben Amorim, stjóri Sporting.

Eric Dier er í byrjunarliði Tottenham en hann var í yngri liðum Sporting á sínum tíma og spilaði svo 27 leiki fyrir aðalliðið 2012-2014. Hann er enn stuðningsmaður Sporting og fylgist vel með gengi liðsins.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris; Romero, Dier, Davies; Emerson Royal, Bentancur, Højbjerg, Perišić; Richarlison, Son, Kane.

(Varamenn: Forster, Doherty, Davinson Sánchez, Spence, Tanganga, Lenglet, Skipp, Ryan Sessegnon, Kulusevski, Bissouma, White, Bryan Gil)

Leikir dagsins í Meistaradeildinni:

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group A
19:00 Liverpool - Ajax

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group B
19:00 Porto - Club Brugge
19:00 Leverkusen - Atletico Madrid

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group C
16:45 Plzen - Inter
19:00 Bayern - Barcelona

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group D
16:45 Sporting - Tottenham
19:00 Marseille - Eintracht FrankfurtAthugasemdir
banner
banner
banner