Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   mán 13. október 2014 11:43
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns heldur áfram með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hefur samþykkt nýjan tveggja ára samning við félagið. Heimir mun skrifa undir samninginn á morgun.

Þetta staðfesti Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í samtali við Fótbolta.net í dag.

Heimir hefur stýrt FH frá því haustið 2007 en hann var áður leikmaður og aðstoðarþjálfari hjá félaginu.

Samningur Heimis rann út eftir tímabilið en hann hefur nú ákveðið að vera áfram í Hafnarfirði.

FH endaði í 2. sæti í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa tapað gegn Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Það var eina tap FH í deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner