Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill halda færeyska liðsmanninum - „Liðinu fór að ganga betur"
Leyst stöðu fremsta manns hjá KA seinni hluta mótsins.
Leyst stöðu fremsta manns hjá KA seinni hluta mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var á sínum tíma á mála hjá Newcastle og lék með Armenia Bielefeld í þýsku Bundesliga.
Var á sínum tíma á mála hjá Newcastle og lék með Armenia Bielefeld í þýsku Bundesliga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar, Grímsi.
Hallgrímur Mar, Grímsi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski landsliðsmaðurinn Jóan Símun Edmundsson er einn af ellefu leikmönnum sem hafa spilað hjá KA í sumar og eru að renna út á samningi. Jóan er reynslumikill leikmaður sem hefur leikið vel með liðinu seinni hluta móts. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var spurður út í sóknarmanninn.

Jóan er fæddur árið 1991 og var í gær í byrjunarliði færeyska landsliðsins þegar það lagð Tékkland að velli í sögulegum sigri.

Mér finnst hafa orðið breyting á honum, um mitt mót fór hann að sýna virkilega hvað hann er góður. Ertu sammála því?

„Hann sýndi okkur það öllum alltaf á æfingum. Liðið var bara ekki alveg að virka, ég var með hann og Grímsa (Hallgrím Mar) á köntunum, og eftir að ég færði Jóan fram fannst mér koma betra jafnvægi á liðið og mér fannst hann ná að njóta sín meira og á sama tíma Grímsi líka. Það var breytingin, liðinu fór að ganga betur."

„Fótbolti er sjálfstraustsíþrótt, honum fór að líða betur þegar gekk betur, og ég er ótrúlega ánægður með hans vinnuframlag. Þó að hann sé orðinn aðeins eldri þá sést að hann er þvílíkur liðsmaður, Þegar kemur fyrir að einhver hleypur djúpt eða dettur og kemst ekki til baka, þá tekur Jóan sprett til baka og lokar."

„Hann er ekki búinn að skora fullt af mörkum, en þó fjögur. Hann er frábær í fótbolta og hjálpar liðinu að byggja upp góðar sóknir. Núna eru menn (Bjössi Hreiðars t.d. í Innkastinu) farnir að nefna að það sé gaman að horfa á KA-liðið, spilamennskan núna er meira fyrir augað, við erum að skora mörk og jafnvægið í liðinu er flott. Ég held að hluti af því sé að Jóan færðist framar á völlinn."


Eru Jóan og Grímsi of líkar týpur til að spila báðir á köntunum?

„Hlutirnir voru ekki að ganga nógu vel allavega þegar þeir voru á kantinum, hvort sem það voru þeir eða mennirnir í kring. Það kom betra í jafnvægi þegar Jóan fór fram. Þeir eru vissulega báðir hrifnir af því að fá boltann mikið í lappir, þ.a.l. eru þeir mjög líkar týpur."

Viltu halda honum?

„Já, ég er mjög hrifinn af honum. Það er verið að ræða það núna hvaða leikmönnum við viljum halda. Við erum mjög ánægðir með Jóan og það kemur vel til greina að hann verði hérna áfram," segir Haddi.
Athugasemdir
banner