Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 13. desember 2023 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snær til Álasunds?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson átti mjög gott tímabil með FH í sumar og hefur norska félagið Álasund áhuga á því að fá miðjumanninn í sínar raðir. Fjallað var um áhuga norska félagsins í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

Davíð er 21 árs miðjumaður sem áður hefur verið á radarnum hjá norsku félagi því árið 2020 fór hann til Vålerenga á reynslu.

Álasund er mikið Íslendingafélag en sem stendur er enginn íslenskur leikmaður á mála hjá félaginu. Síðast lék Davíð Kristján Ólafsson með liðinu og var það tímabilið 2021. Þar rétt áður höfðu þeir Aron Elís Þrándarson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Daníel Leó Grétarsson leikið með liðinu.

Álasund endaði í botnsæti Eliteserien á tímabilinu og verður því í næst efstu deild á næsta tímabili.

Davíð skoraði sjö mörk í 23 deildarleikjum í sumar og vann sér sæti í U21 landsliðinu og hjálpaði liðinu að vinna sigur gegn Litháen í haust með frábæru marki. Eftir að tímabilinu lauk var hann orðaður við atvinnumennsku erlendis.

Hann er uppalinn í Keflavík en fór þaðan fyrri hluta ársins 2022 þegar hann lék með Lecce á Ítalíu. Í kjölfarið samdi hann svo við FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner