Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 14. mars 2024 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Valur vann risaslaginn í Kópavogi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 3 Valur
1-0 Birta Georgsdóttir ('14 )
1-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('35 )
1-2 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('44 )
1-3 Amanda Jacobsen Andradóttir ('47 )
2-3 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('73 )

Breiðablik og Valur áttust við í risaslag í efstu deild Lengjubikars kvenna og tóku Blikar forystuna á fjórtándu mínútu, þegar Birta Georgsdóttir kom boltanum í netið.

Valskonur svöruðu þó fyrir sig og skoraði Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir tvennu til að snúa stöðunni við fyrir leikhlé.

Hin feykiöfluga Amanda Jacobsen Andradóttir setti þriðja mark Vals í upphafi síðari hálfleiks en heimakonur náðu að minnka muninn með marki frá Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur á 73. mínútu.

Nær komust Blikar ekki og urðu lokatölur 2-3 fyrir Val.

Liðin mættust í úrslitaleik um toppsæti riðilsins þar sem bæði lið áttu fullt hús stiga fyrir viðureign kvöldsins.

Valur lýkur því riðlakeppninni með 15 stig eftir 5 umferðir á meðan Blikar enda með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner