Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 14. maí 2021 22:31
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Dean Martin: Svart og hvítt frá seinustu viku
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dean Martin þjálfari Selfoss var sáttur eftir leik kvöldsins gegn Kórdrengjum. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Selfyssinga og skoruðu Hrvoje Tokic og Kenan Turudija mörk Selfyssinga.

„Þetta var mjög góður leikur, svart og hvítt frá síðustu viku. Það var bara verið að slá okkur niður í síðustu viku eftir þau úrslit en við erum búnir að vinna vel í þessari viku og reyna að leiðrétta þetta. Og við sýndum það í fyrri hálfleik að við komum út flying" sagði Dean eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  3 Selfoss

Hrvoje Tokic var mjög sterkur í dag og skoraði tvö mörk fyrir Selfoss. Dean er ánægður að hans menn séu komnir í gang.

„Það er flott að fá alla í gang, þetta er hópíþrótt það er ekki bara einn maður í liðinu þeir verða að fá boltann frá einhverjum öðrum. En geggjað fyrir hann að skora tvö mörk."

Tokic var pirraður eftir leik og fagnaði ekki jafn mikið og liðsfélagar sínir. Var ástæðan fyrir því sú að hann skoraði ekki fleiri mörk.

„Hann vill alltaf skora" segir Dean.

Við sáum Gary Martin í nýju róli í dag í nokkurskonar frjálsu róli inná miðjunni. Hvernig fannst þér frammistaðan hans í dag?

„Það var ekki planað, það bara fór eftir leiknum. Hann var útum allt og hann var að vinna sínar vinnur og var góður í varnarvinnu líka og skilaði sínu."

Næsti leikur Selfoss er gegn Þrótti Reykjavík og segir Dean að þeir muni gefa 100% í þann leik.

„Við munum vinna vel þessa viku, byrjum á morgun og mæta til leiks. Ég get ekki lofað neinu, ég get bara lofað að við munum gefa 100% í þetta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner