Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 14. maí 2021 22:31
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Dean Martin: Svart og hvítt frá seinustu viku
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dean Martin þjálfari Selfoss var sáttur eftir leik kvöldsins gegn Kórdrengjum. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Selfyssinga og skoruðu Hrvoje Tokic og Kenan Turudija mörk Selfyssinga.

„Þetta var mjög góður leikur, svart og hvítt frá síðustu viku. Það var bara verið að slá okkur niður í síðustu viku eftir þau úrslit en við erum búnir að vinna vel í þessari viku og reyna að leiðrétta þetta. Og við sýndum það í fyrri hálfleik að við komum út flying" sagði Dean eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  3 Selfoss

Hrvoje Tokic var mjög sterkur í dag og skoraði tvö mörk fyrir Selfoss. Dean er ánægður að hans menn séu komnir í gang.

„Það er flott að fá alla í gang, þetta er hópíþrótt það er ekki bara einn maður í liðinu þeir verða að fá boltann frá einhverjum öðrum. En geggjað fyrir hann að skora tvö mörk."

Tokic var pirraður eftir leik og fagnaði ekki jafn mikið og liðsfélagar sínir. Var ástæðan fyrir því sú að hann skoraði ekki fleiri mörk.

„Hann vill alltaf skora" segir Dean.

Við sáum Gary Martin í nýju róli í dag í nokkurskonar frjálsu róli inná miðjunni. Hvernig fannst þér frammistaðan hans í dag?

„Það var ekki planað, það bara fór eftir leiknum. Hann var útum allt og hann var að vinna sínar vinnur og var góður í varnarvinnu líka og skilaði sínu."

Næsti leikur Selfoss er gegn Þrótti Reykjavík og segir Dean að þeir muni gefa 100% í þann leik.

„Við munum vinna vel þessa viku, byrjum á morgun og mæta til leiks. Ég get ekki lofað neinu, ég get bara lofað að við munum gefa 100% í þetta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner