Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   sun 14. maí 2023 21:56
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar: Hlusta ekki á einhverja snillinga út í bæ vera að gagnrýna okkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög sáttur og stoltur af drengjunum. Frábær framistaða, skoruðum þrjú frábær mörk og vörðumst vel á móti góðu liði Fram sagði kampakátur Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir góðan 3 - 1 sigur á Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Fram

Mér fannst við fínir síðustu 20 - 25 mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir byrjuðu þetta vel, við vorum soldið passívir. Þeir fengu mikinn tíma til að senda þessa löngu bolta út á kantana en sköpuðu í sjálfu sér ekkert mikið. Þetta mark var bara klaufaskapur hjá okkur, vorum ekki nógu aggresívir í seinni boltann.

En eftir það þá fannst mér við vera fínir og komum nokkuð sáttir inn í hálfleik og fannst við vera með tök á leiknum. 

Fór eitthvað um þig þegar þeir fengu vítaspyrnuna?

Nei ekkert þannig. Maður hefur alveg séð það gerast áður að menn eru þrjú - eitt yfir og svo kemur þrjú - tvö og allt kreisí í lokin og annað slíkt en nei nei, jú auðvitað hundleiðinlegt að fá þetta víti en Óli gerði það frábærlega og sýnir og sannar að hann er einn af betri markmönnum þessarar deildar. 

Umtalið um Fylkismenn í sumar hefur verið það að það er auðvelt að spá ykkur niður. Hvað segiru eftir leikinn í dag varðandi slíka umræðu?

Ég hlusta ekki á þessa þætti því miður og hlusta ekki á þessa umræðu. Ég er bara einbeittur að gera vel fyrir Fylki og búa til gott lið sem er samkeppnishæft í þessari deild og ég hlusta ekki á einhverja snillinga út í bæ vera að gagnrýna okkur.

Frábært að vera komnir upp úr fallsæti og vonandi verður progression í okkar leik og allt svona gefur okkur auka sjálfstraust og komum þvílíkt grimmir og ánægðir í Garðabæinn á mánudaginn á móti mínum gömlu mönnum og því frábæra félagi.

Nánar er rætt við Rúnar Pál í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir