Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   mið 14. júlí 2021 13:12
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mín skoðun 
Sammi: Heiðar fann að hann var ekki með leikmenn með sér
Lengjudeildin
Samúel á leik Vestra og Kórdrengja.
Samúel á leik Vestra og Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Birnir Torleifsson hætti sem þjálfari Vestra.
Heiðar Birnir Torleifsson hætti sem þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á mánudagskvöld var tilkynnt að Heiðar Birnir Torleifsson væri hættur sem þjálfari Vestra í Lengjudeildinni. Heiðar tók við liðinu fyrir tímabilið en lét af störfum að eigin ósk.

Fótbolti.net tók viðtal við Heiðar í gær sem hann óskaði síðan eftir að ekki yrði birt.

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, segir við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun að Heiðar hafi ekki verið með leikmannahópinn algjörlega á sínu bandi.

„Heiðar bara kom til mín á mánudaginn og sagðist telja að það væri best fyrir félagið, eins og hann orðaði það, að hann myndi stíga til hliðar. Hann hefði fundið það að hann væri ekki með alla leikmenn með sér og þetta væri best fyrir alla," segir Samúel.

„Við hugsuðum þetta aðeins og ræddum innan okkar herbúða og urðum svo að hans ósk. Það er heilagur sannleikur. Ef þjálfara finnst hann ekki vera með leikmenn með sér þá er hann í erfiðri stöðu."

„Það er ekki gott að standa í þessu á þessum árstíma og það er missir af Heiðari Birni. Þetta kom flatt upp á mig. Úrslitin hafa verið upp og niður en við erum að sigla lygnan sjó en samt eru bara sex stig upp í annað sætið. Spilamennskan hefur verið fín á löngum köflum en þetta hefur aðeins verið stöngin út hjá okkur."

Staðfestir viðræður við Rúnar og Rafn
Vestri er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar en Samúel sagði fyrir tímabil að stefnan væri að komast upp í Pepsi Max-deildina. Óvíst er hver tekur við liðinu.

Fótbolti.net greindi frá því í gær að Vestri væri í viðræðum við Rúnar Pál Sigmundsson og Rafn Markús Vilbergsson og Samúel staðfestir að félagið hafi sett sig í samband við þá og fleiri.

„Við höfum rætt við nokkra þjálfara og þar á meðal þessa. Það er ekkert leyndarmál," segir Samúel við Valtý Björn.

Jón Hálfdán Pétursson stýrði æfingu Vestra í gær og mögulegt er að hann stýri næsta leik ef ekki verður búið að ráða þjálfara. Vestri leikur gegn Þrótti á laugardaginn. Jón Hálfdán stýrði Vestra sumarið 2015 en þá hét liðið BÍ/Bolungarvík.

Samúel var einnig spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum.

„Við erum ánægðir með leikmannahóp okkar. Ég á ekkert frekar von á því að við styrkjum hópinn en það verður eiginlega bara að koma í ljós. Ef eitthvað spennandi kemur upp þá skoðum við það," segir Samúel.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner