Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Heimir fer yfir tryllinginn í Krikanum - „Hugsaði að ég myndi sennilega lemja hann"
Heimir Guðjónsson (ekki úr leiknum á sunnudag)
Heimir Guðjónsson (ekki úr leiknum á sunnudag)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir óð í Dean Martin og þeir fóru enni í enni.
Heimir óð í Dean Martin og þeir fóru enni í enni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hugsaði með mér að ég myndi sennilega lemja hann þegar leikurinn væri búinn ef við myndum ekki fá þrjú stig'
'Ég hugsaði með mér að ég myndi sennilega lemja hann þegar leikurinn væri búinn ef við myndum ekki fá þrjú stig'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hafði mjög gaman af því að Frikki Dór var alveg brjálaður þarna í stúkunni'
'Ég hafði mjög gaman af því að Frikki Dór var alveg brjálaður þarna í stúkunni'
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kjartan Henry stýrir leiknum gegn Breiðabliki.
Kjartan Henry stýrir leiknum gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þegar tveir fullorðnir karlmenn fara í sandkassaleik, þá getur maður ekki verið neitt sérstaklega stoltur af því.'
'Þegar tveir fullorðnir karlmenn fara í sandkassaleik, þá getur maður ekki verið neitt sérstaklega stoltur af því.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það varð gjörbreyting á leik FH og ÍA eftir tæplega 40 mínútna leik þegar þeir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Dean Martin, aðstoðarþjálfari ÍA, fóru enni í enni á hliðarlínunni. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið.

Fram að því hafði ÍA verið með mikla yfirburði í leiknum, leiddi leikinn 0-2 og ekkert í kortunum að FH kæmi til baka. Skömmu seinna minnkaði FH muninn og sneri svo leiknum sér í vil í seinni hálfleik.

Fótbolti.net ræddi við Heimi í dag og var hann spurður út í þetta atvik.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 ÍA

Af hverju fauk svona í þig, hvað fór í gegnum höfuðið á þér?

„Það var ósköp einfalt, við gátum ekkert fyrstu 35 mínúturnar, vorum eftir á í öllu, vorum ekki með grunnatriði leiksins á hreinu. Þeir (ÍA) voru miklu betri en við. Þá þarf stundum að bregðast við," segir Heimir.

Þú sást þarna leið inn í leikinn með því að kveikja í þessu?

„Nei, ég sá enga leið inn í leikinn... það þurfti bara að gera eitthvað og þetta var niðurstaðan. Þegar tveir fullorðnir karlmenn fara í sandkassaleik, þá getur maður ekki verið neitt sérstaklega stoltur af því."

Var Deano búinn að fara eitthvað í taugarnar á þér, eða var það bara gengið inn á vellinum?

„Ég er ekki að segja frá því hvað fer á milli mín, dómara, þjálfara eða leikmanna. Það er bara eitthvað sem ég geri ekki."

Breytingin á leik þinna manna, þú hlýtur að vera ánægður með að menn vöknuðu, eða hvað?

„Við vorum vankaðir í 35 mínútur. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik, sköpuðum góð færi og vorum sterkir varnarlega. Það er eitthvað til að byggja á. Engu að síður þá er þetta bara þannig að leikurinn er 90+ mínútur, menn verða að vera klárir þegar leikurinn byrjar og sérstaklega því við vissum alveg hvað við vorum að fara út í. Við vorum búnir að tala um það nokkrum sinnum í undirbúningnum fyrir leikinn að Skaginn væri að mæta, væru særðir, yrðu klárir í bátana og við þyrftum að mæta því. Það gerðist ekki. Á sunnudaginn, gegn Breiðabliki, þurfum við að vera klárir þegar við mætum."

Hvar horfðir þú á restina af leiknum?

„Ég fór upp í stúku og var þar sem vallarþulurinn er. Ég hafði mjög gaman af því að Frikki Dór var alveg brjálaður þarna í stúkunni og reif fólkið áfram. Stuðningurinn í seinni hálfleik var frábær, þetta hélst í hendur frá vellinum og upp í stúkuna - og öfugt. Ég verð samt að viðurkenna það að það er svo langt síðan að ég fór í bann síðast að ég var miklu stressaðri að sitja uppi í stúku en nokkurn tímann á hliðarlínunni."

Hvað hugsaðir þú þegar Björn Daníel tók vítaspyrnuna sína?

„Við Björn Daníel erum búnir að vera svo lengi saman, ég hugsaði með mér að ég myndi sennilega lemja hann þegar leikurinn væri búinn ef við myndum ekki fá þrjú stig," segir Heimir og hlær.

Þú ert kominn í leikbann, er undirbúningurinn fyrir næsta leik öðruvísi?

„Nei, þetta verður bara eins. Við erum með fund daginn fyrir leik, ég sé um undirbúninginn ásamt starfsliðinu. Á leikdegi verður maður bara í kósíheitum í stúkunni. Þeir hljóta að vera með alvöru hamborgara í Kópavoginum," segir Heimir léttur. „Undirbúningurinn breytist ekkert, ég er með góða menn með mér; Kjartan Henry og Stjána Finnboga, þeir kunna þetta allt og hafa séð þetta allt. Ég treysti þeim að sjálfsögðu 100% fyrir þessu."

Fjórir leikir eftir fram að tvískiptingu, hvernig metur þú stöðuna?

„Eins og menn vita, og við erum meðvitaðir um, þá er stutt upp og stutt niður. Það eru tvö stig niður í fallsæti. Fyrir okkur þá er bara best að hugsa um næsta leik sem er á móti Breiðabliki og ekkert lengra. Um leið og við förum að hugsa eitthvað lengra, þá fer allt í apaskít hjá okkur," segir Heimir.


Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner