Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   mán 14. október 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halldór Snær: Horfi í leið Hákonar og er mjög spenntur að vinna með Óskari
'Ég vil fá að spila og vera í markinu hjá KR'
'Ég vil fá að spila og vera í markinu hjá KR'
Mynd: KR
'Hann er mjög metnaðarfullur og ég er rosalega spenntur að vinna með honum'
'Hann er mjög metnaðarfullur og ég er rosalega spenntur að vinna með honum'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
'Það er margt sem ég á ólært'
'Það er margt sem ég á ólært'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn fékk ungur traustið hjá Óskari og Gróttu og er í dag aðalmarkvörður A-landsliðsins.
Hákon Rafn fékk ungur traustið hjá Óskari og Gróttu og er í dag aðalmarkvörður A-landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Held að Óskar geti gert mig miklu, miklu betri en ég er núna'
'Held að Óskar geti gert mig miklu, miklu betri en ég er núna'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vissi eftir tímabilið með Fjölni að ég væri á leiðinni í KR, ég vissi að það var áhugi á meðan tímabilinu stóð, en ég var ekki mikið að spá í því. Þetta gerist svo eftir tímabilið," sagði Halldór Snær Georgsson, nýr leikmaður KR, í samtali við Fótbolta.net.

„Það er geggjað að vera orðinn leikmaður KR, ég er ógeðslega spenntur að æfa og spila undir stjórn Óskars. Ég hef viljað það frá því ég sá hann með Gróttu og svo Blikana, spilar geggjaðan bolta."

„Ég hef verið með Jamie (Brassington, markmannsþjálfara KR) í yngri landsliðunum og hrifist mjög mikið af honum, hann er mjög metnaðarfullur og ég er rosalega spenntur að vinna með honum líka."

Talandi um Óskar og Gróttu, þar var Óskar með Hákon Rafn Valdimarsson milli stanganna. Hvernig hefur verið að fylgjast með Hákoni og hans ferli?

„Það er náttúrulega eitthvað sem ég horfi líka í með Óskar, hann byrjar að spila Hákoni þegar hann er mjög ungur í Gróttu og er á svipuðum aldri og ég þegar hann er að fara út í atvinnumennsku. Hann er núna kominn í Brentford. Það er náttúrulega mjög langur vegur í það hjá mér en þetta er eitthvað sem ég er mjög hrifinn af, maður horfir í Hákon og er mjög spenntur að vinna með Óskari."

Tilbúinn að vera ennþá meira með boltann í löppunum?

„Ég geri það sem Óskar vill og hann er strax byrjaður að kenna mér eitthvað sem ég á að gera betur. Það er einmitt það sem ég þarf, að prófa eitthvað nýtt og fá meiri þjálfun. Óskar getur kennt mér mjög mikið."

Fannst kominn tími á breytingu
Halldór er fæddur árið 2004 og er uppalinn hjá Fjölni, hann segir blendnar tilfinningar að fara frá félaginu.

„Ég er búinn að æfa fótbolta í Fjölni síðan ég var fjögurra ára og þekki ekkert annað. Allir þjálfarar sem hafa þjálfað mig, t.d. Gunni Sig sem er búinn að vera með mig í tíu ár... auðvitað er erfitt (að fara) en á sam tíma hef ég mjög mikinn metnað fyrir fótbolta og langar að ná eins langt og ég get. Þegar ég heyrði að KR vildi fá mig þá taldi ég rétt skref að fara, sérstaklega af því ég er ekki að fara frítt. Mér fannst þetta bara rétt skref."

Lærdómsríkt tímabil
Hefði Halldór farið frá Fjölni ef liðið hefði farið upp í Bestu deildina?

„Það er erfitt að segja, auðvitað hefði verið gaman að spila með Fjölni í efstu deild og við gerðum allt sem við gátum til þess að fara upp, en það bara gekk ekki upp. Það er erfitt að segja, ég veit það ekki."

„Þetta tímabil var mjög lærdómsríkt, mitt fyrsta tímabil sem aðalmarkvörður í meistaraflokki. Þetta byrjaði þannig að við unnum alla leiki og maður var bara í skýjunum. Ég vissi samt að við værum ekkert komnir upp. Svo vinnum við ekki leik í tíu leiki eða eitthvað. Þetta var mikið um hápunkta og lágpunkta á þessu tímabili og mjög lærdómsríkt, í lokin voru þetta vonbrigði en samt gott tímabil."


Hvað gerðist þegar Fjölnir hætti að vinna leiki?

„Við skorum ekki, sjálfstraustið minnkar og heppnin er aldrei með okkur. Allir 50:50 leikir, við náðum ekki að vinna þá og töpum leikjum sem þurfti ekki að tapa. Í byrjun vorum við á móti að vinna leiki sem við áttum ekkert að vinna."

Byrjunarliðsmaður hjá KR og vinna sig inn í U21
Halldór segir að markmiðið sé að vinna sig inn í liðið hjá KR.

„Ég vil fá að spila og vera í markinu hjá KR. Ég vil stimpla mig inn í efstu deild og standa mig vel. Ég ætla æfa vel, vera klár í þetta og gera mitt allra besta til að vinna leiki með KR. Ég vil líka komast inn í U21, það að fara í KR úr Fjölni var líka hluti af því að komast í U21 og gera mig gildandi þar, ég taldi þetta hárrétt skref með það að gera."

„Það er klárlega mikið sem ég get bætt, ég var ekkert í skýjunum með tímabilið, fannst ég bara vera flottur. Það er margt sem ég á ólært og þarf að bæta og held að Óskar geti gert mig miklu, miklu betri en ég er núna,"
sagði Halldór.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner