Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   þri 14. október 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - U21 fær Lúxemborg í heimsókn
Mynd: Hrefna Morthens
Íslenska U21 árs landsliðið bíður eftir sínum fyrsta sigri í undankeppni EM 2027 en Lúxemborg kemur í heimsókn í dag, í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Ísland er aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir. Liðið tapaði gegn Færeyjum og gerði jafntefli gegn Eistlandi í fyrstu leikjunum og gerði síðan markalaust jafntefli gegn Sviss ytra á föstudaginn.

Það er gott tækifæri fyrir liðið að næla í sinn fyrsta sigur í dag þegar Lúxemborg, sem er með eitt stig eftir tvo leiki, kemur í heimsókn á Þróttarvöllinn.

Færeyjar eru á toppnum með níu stig eftir fjórar umferðir en liðið fær Sviss í heimsókn sem er með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Lestu um leikinn: Lúxemborg U21 0 -  0 Ísland U21

þriðjudagur 14. október

Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
15:00 Ísland-Lúxemborg (Þróttarvöllur)
17:00 Færeyjar-Sviss (Tórsvöllur)
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Færeyjar 4 3 0 1 5 - 8 -3 9
2.    Frakkland 2 2 0 0 12 - 1 +11 6
3.    Sviss 2 1 1 0 2 - 0 +2 4
4.    Ísland 3 0 2 1 2 - 3 -1 2
5.    Eistland 5 0 2 3 5 - 13 -8 2
6.    Lúxemborg 2 0 1 1 2 - 3 -1 1
Athugasemdir
banner