
Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik gegn Tyrklandi í kvöld eftir að Alfreð Finnbogason meiddist.
Lestu um leikinn: Tyrkland 0 - 0 Ísland
Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og ljóst er að Ísland fer ekki á EM í gegnum riðilinn. Við þurfum að treysta á Þjóðadeildaumspil sem fram fer í mars.
„Þetta er náttúrulega svekkjandi, en við vissum að þetta yrði hörkuleikur. Þetta hefði getað dottið báðum megin," sagði Arnór.
„Það er geggjað að fá að spila mikið í svona stórleik. Það er auvðitað leiðinlegt að Alfreð meiðist, en fínt að fá að spila svona leiki."
Íslenska liðið fór ekki að pressa almennilega fyrr en á síðustu 10 mínútunum í venjulegum leiktíma.
„Við hefðum kannski getað ýtt upp fyrr þar sem við höfðum engu að tapa þannig séð. En svona er þetta, þeir bjarga á línu og við náum að opna þá, en þetta gekk ekki."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir