Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 14. nóvember 2020 13:07
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gæti Steve McClaren tekið við íslenska landsliðinu?
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson nefndi nafn Steve McClaren sem möguleika í landsliðsþjálfarastöðuna í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem nú er í gangi á X-inu.

Tómas sagðist hafa farið á stúfana í morgun eftir að Erik Hamren tilkynnti að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Englandi næsta miðvikudag.

Upp úr krafsinu hjá Tómasi kom nafn Steve McClaren. McClaren er fyrrum landsliðsþjálfari Englands og margir muna eftir honum sem stjóra Middlesbrough. Hann var þá aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson þegar Manchester United vann þrennuna vorið 1999.

Síðast var hann við stjórnvölinn hjá QPR en hefur verið án félags síðan í fyrra.
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskipti hjá Íslandi og Pepsi Max tíðindi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner