Úrvalslið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni er komið úr prentun. Garth Crooks, sérfræðingur BBC, horfði á alla leikina um helgina og telur þetta vera bestu menn helgarinnar.

Varnarmaður: Andy Robertson (Liverpool) - Lagði upp tvö gegn Southampton. Hann hefur ekki verið upp á sitt besta - verið ólíkur sjálfum sér. Sýndi sitt rétta andlit um helgina og þegar hann spilar sinn besta leik er enginn betri vinstri bakvörður á Englandi.
Varnarmaður: Wout Faes (Leicester) - Crooks var ekki viss með Faes þegar hann kom en núna er hann að sýna að hann getur plumað sig í deildinni. Faes hefur hjálpað Leicester að halda hreinu í sex af síðustu sjö leikjum og var virkilega góður gegn West Ham.
Varnarmaður: Gabriel (Arsenal) - Í síðustu viku var það Saliba sem fékk hrósið, en gegn Wolves var Gabriel öflugri. Saliba átti ekki sinn besta dag en þá var liðsfélagi hans tilbúinn að bakka hann upp. Varnarlína Arsenal er lykilþáttur í velgengni liðsins.
Varnarmaður: Kieran Trippier (Newcastle) - Er að hafa mikil áhrif á Newcastle og mjög skiljanlegt að hann sé í landsliðshópnum. Bakvörðurinn hefur verið frábær á tímabilinu.
Miðjumaður: Dejan Kulusevski (Tottenham) - Endurkoma Kulusevski í byrjunarliðið eftir meiðsli þýðir meiri gæði í liðið á þeim stöðum þar sem liðið þurfti mest á þeim að hadla. Lagði upp tvö mörk. Ómetanlegur í ósannfærandi liði Tottenham.
Sóknarmaður: Ivan Toney (Brentford) - Það getur verið hrikalegt að missa af sæti í HM hóp, sérstaklega þegar þú ert að eiga gott tímabil. Spyrjið bara Paul Gascoigne. Toney tók sinn pirring út á Manchester City, svaraði neitun Southgate með tveimur mörkum og frammistöðu sem sagði næstum jafnmikið um persónuleika sinn og getu hans til að skora mörk.
Sóknarmaður: Danny Ings (Aston Villa) - Góð frammistaða hjá Aston Villa og varnarleikurinn í lokin sýndi hversu mikið þeir vildu vinna. Það verður erfitt að vinna liðið ef það heldur þessari spilamennsku áfram. Ef þeir fá Ollie Watkins inn með heitum Danny Ings þá gætu hlutirnir aftur orðið áhugaverðir á Villa Park.
Sóknarmaður: Darwin Nunez (Liverpool) - Er að finna taktinn á Anfield og þá koma mörkin náttúrulega. Hann þarf ekki að leggja allt kapp í að reyna sýna sig. Hann er með allt sem þarf fyrir topp framherja og gæti jafnvel einn daginn fyllt það skarð sem Sadio Mane skildi eftir sig - þótt það sé mjög erfitt.
Athugasemdir