Gregg Ryder, nýr þjálfari KR, setti í dag inn færslu á stuðningsmannasíðu KR. Þar þakkar hann fyrir móttökurnar sem hann hefur fengið eftir að hann var ráðinn þjálfari liðsins í síðasta mánuði.
Hann segir það mikinn heiður að fá það hlutverk að þjálfa KR, hann hafi fundið það síðast þegar hann var á Íslandi hversu sérstakt félag KR og lofar hann því að vinna dag og nótt svo stuðningsmenn fái það lið sem þeir eiga skilið.
Hann segir það mikinn heiður að fá það hlutverk að þjálfa KR, hann hafi fundið það síðast þegar hann var á Íslandi hversu sérstakt félag KR og lofar hann því að vinna dag og nótt svo stuðningsmenn fái það lið sem þeir eiga skilið.
Hann segist meðvitaður um það, verandi stuðningsmaður sjálfur, að félag sé ekkert án stuðningsmanna. „Við þurfum lið sem þið getið samsamað ykkur við, leikmenn og starfsfólk sem þið finnið fyrir tengingu við. Við erum á leið í ferðalag og við þurfum á ykkur öllum að halda á því ferðalagi. Saman verðum við óstöðvandi," skrifar Gregg.
Hann segir að það sé langt í fyrsta alvöru leik og vill hann því bjóða stuðningsmönnum á Rauða ljónið þann 16. desember þar sem hægt verður að fá bjór og kynnast liðinu og starfsfólkinu í kringum meistaraflokk karla. Hann vonast til að sjá sem flesta.
Athugasemdir