Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 14. nóvember 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Guðlaugur Victor býst við að Liverpool vinni titilinn - „Bestir í dag“
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson í treyju Liverpool.
Guðlaugur Victor Pálsson í treyju Liverpool.
Mynd: Heimasíða Liverpool
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var í herbúðum Liverpool 2009-2011 og var fyrirliði varaliðs félagsins.

Liverpool trónir í dag á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og spáir Guðlaugur Victor því að sitt fyrrum félag muni standa uppi sem sigurvegari að lokum.

„Ég held það, það lítur þannig út. Þeir eru með mestan stöðugleika og vinna þá leiki sem þeir eiga að vinna og vinna toppleikina líka. Ég held að þeir taki þetta," segir Guðlaugur Victor.

„Þeir voru ekkert að breyta mikið til í leikmannahópnum og hafa haldið því sama. Þeir spila mjög svipað þannig, Liverpool er rosalega gott fótboltalið og ógeðslega gott pressulið. Þeir finna gott jafnvægi í því hvenær þeir eiga að vera beinskeyttir og hvenær þeir eigi að spila. Mér finnst þeir bestir í dag."

„Þeim finnst ekkert að því að liggja aðeins til baka og vera beinskeyttir. Yfir allt finnst mér þeir vera með bestu vinklana á þessu öllu."
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner