Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 14. nóvember 2024 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Nafn sem íslenskir fótboltaáhugamenn munu heyra aftur og aftur í framtíðinni"
U17 landsliðið fagnar marki.
U17 landsliðið fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Orri Olsen í baráttunni.
Gunnar Orri Olsen í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki Daðason.
Viktor Bjarki Daðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U17 landsliðið er komið á næsta stig undankeppni EM en liðið lenti í öðru sæti í riðlinum sem spilaður var hér á landi á dögunum.

Strákarnir gerðu 2-2 jafntefli við Spán í lokaleik sínum en það segir mikið til um styrkleika liðsins.

Strákarnir eru komnir á næsta stig þar sem þeir eiga svo möguleika á því að komast í lokakeppni með því að vinna riðil sinn. Dregið verður í riðla í desember.

Elvar Geir Magnússon var á leiknum gegn Spáni en hann ræddi aðeins um þetta lið í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Þetta er efnilegur hópur. Allir í hópnum eru fæddir 2008 nema Alexander Máni Guðjónsson, sonur Guðjóns Baldvinssonar, sem er fæddur 2009," sagði Elvar Geir.

„Ég talaði við fróða menn á vellinum og þeir vilja meina að þetta sé einn okkar sterkasti árgangur í ansi langan tíma."

Sex leikmenn í hópnum spila í Danmörku og þar á meðal eru tveir hjá FC Kaupmannahöfn.

„Þeir eru tveir hjá FCK, bilað efnilegir. Viktor Bjarki sem var hjá Fram og Gunnar Orri Olsen sem var víst okkar besti maður í gegnum þessa þrjá leiki. Þetta er nafn sem íslenskir fótboltaáhugamenn munu heyra aftur og aftur í framtíðinni," sagði Elvar.

Hópurinn hjá U17 sem tók þátt í síðustu leikjum:
Gylfi Berg Snæhólm - Breiðablik
Gunnar Orri Olsen - FCK (Stjarnan)
Alexander Máni Guðjónsson - Stjarnan
Tómas Óli Kristjánsson - AGF (Stjarnan)
Viktor Bjarki Daðason - FCK (Fram)
Ketill Orri Ketilsson - FH
Guðmar Gauti Sævarsson - Fylkir
Sölvi Snær Ásgeirsson - Grindavík
Helgi Hafsteinn Jóhannsson - AaB (Grindavík)
Birkir Hrafn Samúelsson - ÍA
Gabríel Snær Gunnarsson - ÍA
Jón Breki Guðmundsson - ÍA
Styrmir Jóhann Ellertsson - ÍA
Björgvin Brimi Andrésson - KR
Karan Gurung - Leiknir R.
Ásbjörn Líndal Arnarsson - Þór
Einar Freyr Halldórsson - Þór
Sverrir Páll Ingason - Þór
Egill Orri Arnarsson - FC Midtjylland (Þór)
Sigurður Jökull Ingvason - FC Midtjylland (Þór)
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner