Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 05. nóvember 2024 20:26
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
Icelandair
Gunnar í leiknum í kvöld.
Gunnar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U17 landsliðið er komið á næsta stig undankeppni EM eftir frábæra frammistöðu í riðli sem leikinn var hér á Íslandi. Eftir örugga sigra gegn Norður-Makedóníu og Eistlandi var 2-2 jafntefli niðurstaðan gegn öflugu liði Spánar í kvöld.

Hinn afar efnilegi Gunnar Orri Olsen, sem er hjá danska stórliðinu FCK, átti virkilega flotta leiki en hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Spánverjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U17 2 -  2 Spánn U17

„Ég er bara ósáttur með að ná ekki sigrinum. Við fengum frábært færi í lokin en svona er þetta. Maður sættir sig við jafnteflið," segir Gunnar en Ísland fékk færi til að stela sigrinum í lokin.

Gunnar er sammála því að liðsheildarbragurinn á íslenska liðinu hafi verið mjög öflugur. Meðan viðtalið var tekið mátti heyra í samherjum hans fagna góðum árangri í riðlinum í bakgrunni.

„Alveg frábær, eins og þú sérð þá er alvöru stemning og menn sáttir með þetta. Við förum með mjög mikið sjálfstraust í næsta riðil. Við stefnum bara á EM."

Gunnar byrjaði á bekknum í þessum leik en hann og fleiri sóknarþenkjandi leikmenn komu inn í seinni hálfleik og með því jókst sóknarþungi íslenska liðsins undir lokin.

„Það var planið frá byrjun, það er erfitt að spila svona marga leiki á stuttum tíma og þá er bara að koma inn með krafti og gera sitt besta. Ég myndi ekki segja að skallar séu minn styrkleiki," segir Gunnar en markið skoraði hann með skalla eftir horn.

Eins og áður segir er Gunnar, sem er uppalinn Stjörnumaður, í unglingastarfinu hjá FCK og er þar í góðum höndum. Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um mánuðina hjá danska stórliðinu.
Athugasemdir
banner