Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   þri 05. nóvember 2024 20:26
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
Icelandair
Gunnar í leiknum í kvöld.
Gunnar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U17 landsliðið er komið á næsta stig undankeppni EM eftir frábæra frammistöðu í riðli sem leikinn var hér á Íslandi. Eftir örugga sigra gegn Norður-Makedóníu og Eistlandi var 2-2 jafntefli niðurstaðan gegn öflugu liði Spánar í kvöld.

Hinn afar efnilegi Gunnar Orri Olsen, sem er hjá danska stórliðinu FCK, átti virkilega flotta leiki en hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Spánverjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U17 2 -  2 Spánn U17

„Ég er bara ósáttur með að ná ekki sigrinum. Við fengum frábært færi í lokin en svona er þetta. Maður sættir sig við jafnteflið," segir Gunnar en Ísland fékk færi til að stela sigrinum í lokin.

Gunnar er sammála því að liðsheildarbragurinn á íslenska liðinu hafi verið mjög öflugur. Meðan viðtalið var tekið mátti heyra í samherjum hans fagna góðum árangri í riðlinum í bakgrunni.

„Alveg frábær, eins og þú sérð þá er alvöru stemning og menn sáttir með þetta. Við förum með mjög mikið sjálfstraust í næsta riðil. Við stefnum bara á EM."

Gunnar byrjaði á bekknum í þessum leik en hann og fleiri sóknarþenkjandi leikmenn komu inn í seinni hálfleik og með því jókst sóknarþungi íslenska liðsins undir lokin.

„Það var planið frá byrjun, það er erfitt að spila svona marga leiki á stuttum tíma og þá er bara að koma inn með krafti og gera sitt besta. Ég myndi ekki segja að skallar séu minn styrkleiki," segir Gunnar en markið skoraði hann með skalla eftir horn.

Eins og áður segir er Gunnar, sem er uppalinn Stjörnumaður, í unglingastarfinu hjá FCK og er þar í góðum höndum. Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um mánuðina hjá danska stórliðinu.
Athugasemdir
banner