Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   þri 05. nóvember 2024 20:26
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
Icelandair
Gunnar í leiknum í kvöld.
Gunnar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U17 landsliðið er komið á næsta stig undankeppni EM eftir frábæra frammistöðu í riðli sem leikinn var hér á Íslandi. Eftir örugga sigra gegn Norður-Makedóníu og Eistlandi var 2-2 jafntefli niðurstaðan gegn öflugu liði Spánar í kvöld.

Hinn afar efnilegi Gunnar Orri Olsen, sem er hjá danska stórliðinu FCK, átti virkilega flotta leiki en hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Spánverjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U17 2 -  2 Spánn U17

„Ég er bara ósáttur með að ná ekki sigrinum. Við fengum frábært færi í lokin en svona er þetta. Maður sættir sig við jafnteflið," segir Gunnar en Ísland fékk færi til að stela sigrinum í lokin.

Gunnar er sammála því að liðsheildarbragurinn á íslenska liðinu hafi verið mjög öflugur. Meðan viðtalið var tekið mátti heyra í samherjum hans fagna góðum árangri í riðlinum í bakgrunni.

„Alveg frábær, eins og þú sérð þá er alvöru stemning og menn sáttir með þetta. Við förum með mjög mikið sjálfstraust í næsta riðil. Við stefnum bara á EM."

Gunnar byrjaði á bekknum í þessum leik en hann og fleiri sóknarþenkjandi leikmenn komu inn í seinni hálfleik og með því jókst sóknarþungi íslenska liðsins undir lokin.

„Það var planið frá byrjun, það er erfitt að spila svona marga leiki á stuttum tíma og þá er bara að koma inn með krafti og gera sitt besta. Ég myndi ekki segja að skallar séu minn styrkleiki," segir Gunnar en markið skoraði hann með skalla eftir horn.

Eins og áður segir er Gunnar, sem er uppalinn Stjörnumaður, í unglingastarfinu hjá FCK og er þar í góðum höndum. Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um mánuðina hjá danska stórliðinu.
Athugasemdir
banner
banner