29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 05. nóvember 2024 20:26
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
Icelandair
Gunnar í leiknum í kvöld.
Gunnar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U17 landsliðið er komið á næsta stig undankeppni EM eftir frábæra frammistöðu í riðli sem leikinn var hér á Íslandi. Eftir örugga sigra gegn Norður-Makedóníu og Eistlandi var 2-2 jafntefli niðurstaðan gegn öflugu liði Spánar í kvöld.

Hinn afar efnilegi Gunnar Orri Olsen, sem er hjá danska stórliðinu FCK, átti virkilega flotta leiki en hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Spánverjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U17 2 -  2 Spánn U17

„Ég er bara ósáttur með að ná ekki sigrinum. Við fengum frábært færi í lokin en svona er þetta. Maður sættir sig við jafnteflið," segir Gunnar en Ísland fékk færi til að stela sigrinum í lokin.

Gunnar er sammála því að liðsheildarbragurinn á íslenska liðinu hafi verið mjög öflugur. Meðan viðtalið var tekið mátti heyra í samherjum hans fagna góðum árangri í riðlinum í bakgrunni.

„Alveg frábær, eins og þú sérð þá er alvöru stemning og menn sáttir með þetta. Við förum með mjög mikið sjálfstraust í næsta riðil. Við stefnum bara á EM."

Gunnar byrjaði á bekknum í þessum leik en hann og fleiri sóknarþenkjandi leikmenn komu inn í seinni hálfleik og með því jókst sóknarþungi íslenska liðsins undir lokin.

„Það var planið frá byrjun, það er erfitt að spila svona marga leiki á stuttum tíma og þá er bara að koma inn með krafti og gera sitt besta. Ég myndi ekki segja að skallar séu minn styrkleiki," segir Gunnar en markið skoraði hann með skalla eftir horn.

Eins og áður segir er Gunnar, sem er uppalinn Stjörnumaður, í unglingastarfinu hjá FCK og er þar í góðum höndum. Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um mánuðina hjá danska stórliðinu.
Athugasemdir