Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 14. desember 2019 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Dunne ráðleggur Guardiola að kaupa Evans
Jonny Evans hefur verið að spila vel með Leicester.
Jonny Evans hefur verið að spila vel með Leicester.
Mynd: Getty Images
Það hafa verið meiðslavandræði í vörn Manchester City það sem af er tímabili og jafnvel talið að Pep Guardiola muni bæta við varnarmanni í hópinn í janúar.

Richard Dunne fyrrum fyrirliði Manchester City telur það nauðsynlegt fyrir Guardiola að fjárfesta í varnarmanni fyrir seinni hluta tímabilsins.

Jonny Evans sem hefur verið að spila vel í vörn Leicester City er efsti maður á blaði hjá Richard Dunne.

„Ef þetta tímabil endar með því að Manchester City mistekst að verja titilinn er hægt að segja að þeir hafi misst af honum síðasta sumar, vegna þess að þeir bættu ekki við varnarmanni í hópinn."

„Maður þarf að vera undirbúinn fyrir það ef upp koma mörg meiðsli og leikbönn á sama tíma, City var ekki tilbúið til að bregðast við þessu. Þeir héldu í upphafi tímabils að þetta yrði allt í lagi hjá þeim."

„Ég sé það ekki fyrir mér að þeir kaupi í janúar þó þeir þurfi þess nauðsynlega. Jonny Evans hefur verið frábær með Leicester, þeir þurfa einmitt einhvern sem getur komið beint inn í liðið og hjálpað þeim strax, einhvern sem þarf ekki tíma til að aðlagast. Hann þekkir deildina, ef hann kemur ekki núna í janúar þá kemur hann seinna, það kæmi mér ekki á óvart," sagði Dunne.

Manchester City heimsækir Arsenal á morgun, flautað verður til leiks klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner