Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   fim 14. desember 2023 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FC Kaupmannahöfn sagt íhuga kaup á Andra Lucasi
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen er sagður undir smásjá danska stórliðsins FC Kaupmannahafnar en þetta kom fram í hlaðvarpinu Gula Spjaldið í gærkvöldi.

Andri Lucas er þessa stundina á láni hjá Lyngby frá Norrköping í Svíþjóð. Hann hefur staðið sig afar vel í dönsku úrvalsdeildinni.

Þessi 21 árs gamli framherji hefur spilað 18 leiki fyrir Lyngby og skorað átta mörk. Lyngby er í sjöunda sæti í efstu deild í Danmörku með 20 stig eftir 17 leiki.

„Ég er að heyra að við séum mögulega að fá annan Íslending í FCK, þeir séu að skoða að kaupa Andra Lucas sem er á láni hjá Lyngby," sagði Albert Brynjar Ingason í hlaðvarpinu Gula Spjaldið.

Lyngby hefur verið í viðræðum við Norrköping um kaup á Andra, en FCK er stærsta félagið í Danmörku. Fyrir er þar Orri Steinn Óskarsson en hann og Andri Lucas eru báðir sóknarmenn.

FCK er sem stendur í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið er jafnframt komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar sem er stórkostlegt afrek.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner