Virgil van Dijk vill að Mohamed Salah verði áfram hjá Liverpool en viðurkennir að það sé ekki öruggt. Egyptinn lét óánægju sína í ljós eftir leik gegn Leeds og var ekki í leikmannahópnum gegn Inter í Meistaradeildinni.
Eftir að hafa fundað með stjóranum Arne Slot þá var Salah mættur aftur í leikmannahópinn í leiknum gegn Brighton í gær og kom inn af bekknum á 26. mínútu vegna meiðsla Joe Gomez. Hann lagði upp annað markið í 2-0 sigri Liverpool.
Salah heldur nú í Afríkukeppnina þar sem hann mun spila með Egyptalandi.
Eftir að hafa fundað með stjóranum Arne Slot þá var Salah mættur aftur í leikmannahópinn í leiknum gegn Brighton í gær og kom inn af bekknum á 26. mínútu vegna meiðsla Joe Gomez. Hann lagði upp annað markið í 2-0 sigri Liverpool.
Salah heldur nú í Afríkukeppnina þar sem hann mun spila með Egyptalandi.
Van Dijk var spurður að því hvort þetta mál með Salah hefði reynt á hann sem fyrirliða liðsins.
„Fyrst af öllu þá snýst þetta ekki um mig, heldur allt liðið. Ég talaði við Mo. Ég talaði við nánast alla leikmenn. Við höfum sýnt það í þessari viku að við erum sameinað sem lið og horfum fram veginn sem ein heild," segir Van Dijk.
„Mo fer núna í Afríkukeppnina. Vonandi mun honum ganga vel þar og allir vona að hann komi aftur og það er mikilvægt fyrir okkur út tímabilið. Við vitum annars allir hvernig fótboltinn er og höfum ekki hugmynd um hvað gerist. Ég vona að hann verði áfram, hann er einn af leiðtogunum. Hann er mikilvægur fyrir félagið en það eru ýmsir fletir á þessari stöðu."
Salah talaði um það í viðtalinu fræga eftir jafnteflið gegn Leeds að honum hefði verið fleygt undir rútuna og að samband sitt við Slot væri ekki gott. Síðan hefur Liverpool unnið báða leiki sína.
„Það eru hlutir sem við þurfum að takast á við bak við tjöldin en frammistaðan talar sínu máli. Við erum saman sem lið og það er mikilvægast. Andrúmsloftið í klefanum hefur alltaf verið mjög gott."
Athugasemdir


