Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 15. janúar 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skemmtilegra að mæta Lyngby en að spila í Boganum - „Er ekkert að fara fram úr mér"
Lengjudeildin
26 ára fyrirliði Aftureldingar.
26 ára fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Afturelding ætlar sér upp úr Lengjudeildinni.
Afturelding ætlar sér upp úr Lengjudeildinni.
Mynd: Raggi Óla
Aron Elí Sævarsson var í liðinni viku á reynslu hjá danska félaginu Næstved. Aron er fyrirliði Aftureldingar og er samningsbundinn út komandi tímabil.

Vinstri bakvörðurinn ræddi við Fótbolta.net um dvölina í Danmörku.

„Ég var "scoutaður" af njósnara hjá Næstved, sá upplýsingar um mig á Wyscout og sendi á mig skilaboð á LinkedIn. Örebro "scoutaði" mig líka. Bæði félög voru mjög áhugasöm. Ég samþykkti að fara, fengum leyfi í gegnum Aftureldingu til að fara á reynslu. Ég var með klásúlu í samningnum mínum eftir tímabilið 2023 ef við myndum ekki fara upp að mega skoða í kringum mig. Ég var úti í viku, þeir borguðu fyrir mig út, fékk að æfa með þeim fjórar æfingar og spilaði á móti Lyngby á laugardaginn."

„Eins og ég hugsaði þetta þá var þetta eitthvað sem mig langaði að prófa, góð reynsla fyrst og fremst. Deildin er góð og þeir áhugasamir. Ég reyni að hugsa þetta eins einfalt og ég get og er ekkert að fara fram úr mér. Þeir vildu skoða mig og kynnast mér. Þetta var geggjaður æfingaleikur að fá og skemmtileg ferð."

„Mér gekk vel í leiknum. Næstved byrjaði með sitt sterkasta lið og ég var í vinstri vængbakverði. Lyngby var aðeins meira að skipta bestu mönnunum mili hálfleika. Ég átti hokkí stoðsendingu þegar við komumst í 1-0. Lyngby jafnaði rétt fyrir hálfleik. Svo breyttu bæði lið miklu, Næstved var ekki með sitt sterkasta lið í seinni hálfleik og ég færðist niður í vinstri hafsent. Það gekk miklu verr. Lyngby setti inn Gytkjær og Willy sem voru sjúklega erfiðir að eiga við, gaman samt, en þeir pökkuðu okkur saman á 30 mínútna kafla og unnu 4-2. Þetta var mjög gaman, margir að horfa og örugglega fleiri njósnarar. Ég hugsaði að það væri fínt að prófa eitthvað annað en að fara norður í Bogann að spila við KA þar sem allir vita hvað ég get og enginn að pæla í því. Það væri skemmtilegra að spila þennan leik og vekja athygli á sér ef maður myndi standa sig vel."


Fundað í kvöld
Næstved var í fimmta sæti í B-deildinni á síðasta tímabili en er nú í botnsæti deildarinnar.

„Þeir voru með þýskan eiganda fyrir nokkrum árum sem dældi peningum í liðið og það voru margir erlendir leikmenn. Svo hreinsuðu þeir það og núna eru bara danskir leikmenn, ég var sá eini sem var ekki talandi dönsku. Þeir eru í smá brekku. Kerfið er þannig að yfirmaður fótboltamála ræður hvaða menn koma inn, þjálfarinn hefur ekkert um það að segja. Ég er bara búinn að vera viðræðum við hann allan tímann. Þeir höfðu fyrst samband í ágúst en ég ætlaði þá að klára tímabilið með Eldingunni. Ég kynntist ekki þjálfaranum fyrr en ég kom út."

„Þeir eru með fund í kvöld þar sem þeir fara yfir hverju þeir geta eytt í leikmenn í janúarglugganum. Það voru tveir aðrir á reynslu í leiknum. Ég býst við að þeir reyni eitthvað við Aftureldingu, en í hreinskilni sé ég ekki Aftureldingu flýta sér að losa mig. Við sjáum bara til."

„Ég horfi á þetta sem góða reynslu. Mér líður frekar vel í Aftureldingu, þar er ógeðslega skemmtilegt, við höfum aldrei verið betra lið og ég er stór partur af því og treyst fyrir mjög miklu. Það er eitthvað sem maður fær ekki annars staðar, allavega ekki strax."


Örebro ekki með fjármagn til að kaupa leikmenn
Fórstu líka til Örebro?

„Nei, þeir voru að prófa einn annan vinstri bakvörð. Ég þekki bæði Valgeir Valgeirsson og Axel Óskar Andrésson. Axel æfði með okkur í Aftureldingu og ég var með Valgeiri í HK. Þjálfarinn sagði mér að þeir væru með nokkra menn á lista og þeir væru ekki með fjármagn til að kaupa leikmenn. Ekki það að ég sé dýrasti leikmaðurinn á markaðnum, en Afturelding vill halda mér. Kannski viðhelst áhuginn og staðan skoðuð næsta haust."

„Mögulega verð ég bara enn eitt tímabil í Lengjudeildinni. Ég sé ekki fram á annað en að vera jafngóður eða betri í ár. Það er svona planið."


Þetta hefur væntanlega verið hörkugóður laugardagur að sjá Aftureldingu svo vinna KA.

„Ég var einmitt í bílnum á leiðinni til Köben eftir leikinn. Ég sé bara sýningu frá Elmari. Það vantaði nokkra leikmenn hjá okkur, ef við við hefðum verið með alla til taks þá hefði þetta mögulega farið enn verr fyrir KA. Maður veit alveg hvað við getum, þetta snýst bara um að taka úrslit í sumar, það var enginn vafi að við vorum góðir í fyrra. Það er skemmtilegt að sjokkera aðeins efstu deildar liðin líka," sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner