Kelly Cates, Gabby Logan og Mark Chapman hafa verið ráðin sem umsjónarfólk Match of the Day þátta BBC og taka við á næsta tímabili.
Gary Lineker mun hætta eftir tímabilið og munu þessi þrjú skipta þáttunum á milli sín. Þrjár útgáfur eru af þættinum; Match of the Day á laugardagskvöldum, Match of the Day 2 á sunnudagskvöldum og svo eru Meistararadeildarþættir þegar leikið er í keppninni.
Gary Lineker mun hætta eftir tímabilið og munu þessi þrjú skipta þáttunum á milli sín. Þrjár útgáfur eru af þættinum; Match of the Day á laugardagskvöldum, Match of the Day 2 á sunnudagskvöldum og svo eru Meistararadeildarþættir þegar leikið er í keppninni.
Cates er dóttir Liverpool goðsagnarinnar Sir Kenny Dalglish og hún minnkar við sig hjá Sky Sports til að taka að sér þetta starf hjá BBC. Hin tvö hafa verið að starfa hjá BBC, eru með mikla reynslu og meðal annars leyst Lineker af.
Alan Shearer og Micah Richards eru helstu sérfræðingar þáttarins og munu halda áfram.
„Ég veit að áhorfendur munu elska þetta frábæra sjónvarpsfólk og fréttamenn sem munu sjá um hjartað í okkar fótboltaumfjöllun. Öll helstu málin í enska boltanum og Meistaradeildinni verða greind af fagfólki," segir Alex Kay-Jelsky hjá BBC.
Lineker mun starfa áfram hjá BBC en sinna smærri hlutverkum. Hann mun sjá um HM 2026 sem verður hans síðasta starf fyrir ríkissjónvarpið.
Athugasemdir