Leicester City 0 - 2 Arsenal
0-1 Mikel Merino ('81 )
0-1 Mikel Merino ('87 )
Arsenal náði í mikilvæg stig í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann sigur á Leicester City.
0-1 Mikel Merino ('81 )
0-1 Mikel Merino ('87 )
Arsenal náði í mikilvæg stig í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann sigur á Leicester City.
Liðið þótti ekki eiga góðan leik lengi framan af en þó færðist smá líf í það síðasta hálftímann þar sem færin komu á færibandi.
Ethan Nwaneri átti frábæran leik og meðal annars tvívegis skot í tréverkið en það féll því miður ekki með honum í dag að skora.
Hann lagði þó upp sigurmarkið með góðri fyrirgjöf þegar tíu mínútur voru eftir. Þar var Mikel Merino mættur og stökk manna hæst og skallaði framhjá Mads Hermansen í markinu.
Hann bætti svo öðru marki við sex mínútum síðar og tryggði stigin þrjú.
Með sigrinum minnkar Arsenal bilið í topplið Liverpool niður í fjögur sig.
Athugasemdir