Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. maí 2021 14:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pepsi Max kvenna: Murielle Tiernan lagði upp tvö í sigri Tindastóls á ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Tindastóll 2 - 1 ÍBV
1-0 María Dögg Jóhannesdóttir ('31 )
2-0 Hugrún Pálsdóttir ('51 )
2-1 Clara Sigurðardóttir ('79 )

ÍBV heimsótti Tindastól í þriðju umferð Pepsi Max deildar kvenna í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Tindastóls.

Andri Ólafsson þjálfari ÍBV gerði þrjár breitingar á liði sínu frá stórkostlegum sigri liðsins gegn Breiðablik í síðustu umferð. Kristjana Kristjánsdóttir, Ragna Sara Magnúsdóttir og Eliza Spruntule komu inn í byrjunarliðið í stað Thelmu Sól, Olga Sevcova, sem var í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Breiðablik í síðustu umferð, og Júlíönu Sveinsdóttur sem meiddist gegn Blikum.

Byrjunarlið Tindastóls var óbreytt frá 1-1 jafntefli liðsins gegn Þrótti 5. Maí. Leik TIndastóls og Fylkis var frestað í annarri umferð deildarinnar vegna covid smita í Skagafirði.

María Dögg Jóhannesdóttir kom heimakonum yfir eftir sendingu frá Murielle Tiernan eftir um hálftíma leik. Hugrún Pálsdóttir bætti öðru marki við og aftur var það Murielle sem lagði upp. Eyjakonur minnkuðu muninn með marki frá Clöru Sigurðardóttur þegar um 10 mínútur voru eftir. Nær komust Eyjakonur ekki þar með 2-1 sigur Tindastóls staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner