Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 15. maí 2021 13:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rangers taplausir í deildinni á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Lokaumferð Skosku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag. Rangers vann öruggan sigur á Aberdeen 4-0.

Joe Lewis var fyrir því óláni að skora sjálfsmark og kom Rangers þar með yfir snemma leiks. Kemar Roofe bætti við einu marki fyrir lok fyrri hálfleiks. Roofe bætti við sínu öðru marki og þriðja marki Rangers þegar um klukkustund var liðin af leiknum. Stuttu seinna kom gamla kempan Jermaine Defoe inná og hann skoraði svo síðasta mark leiksins.

Rangers fór í gegnum tímabilið án þess að tapa í deildinni. Með sigrinum í dag endaði liðið með 102 stig.

Ekki var sama markaveisla í hinum leikjum dagsins en Hibernian mætti Celtic og St Johnstone mætti Livingston en báðir leikir enduðu með markalausu jafntefli.

Rangers 4-0 Aberdeen

Hibernian 0-0 Celtic

St. Johnstone 0-0 Livingston
Athugasemdir
banner
banner
banner