Tekur við AB í Danmörku
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla og mun hann taka við þjálfun liðs AB sem er í þriðju efstu deild í Danmörku. Liðið er þar núna í sjötta sæti.
Þetta eru heldur betur óvænt tíðindi þar sem Jóhannes Karl framlengdi samning sinn fyrir akkúrat mánuði síðan.
Þetta eru heldur betur óvænt tíðindi þar sem Jóhannes Karl framlengdi samning sinn fyrir akkúrat mánuði síðan.
Jói Kalli lætur af störfum frá og með deginum í dag og verður því ekki með A-landsliði karla í næsta verkefni liðsins, sem eru tveir vináttuleikir ytra í næsta mánuði. Það eru leikir gegn Englandi 7. júní í London og gegn Hollandi 10. júní í Rotterdam. Liðið á að koma saman 3. júní næstkomandi.
„Stefnt er að því að ganga frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara landsliðsins sem allra fyrst," segir í tilkynningu KSÍ.
Jói Kalli hafði starfað sem aðstoðarþjálfari landsliðsins í rúmlega tvö ár en hann hefur stýrt HK og ÍA á þjálfaraferli sínum, eftir að hafa átt flottan feril sem atvinnumaður í fótbolta og landsliðsmaður Íslands.
Jói er mikill Skagamaður þar sem hann ólst upp á Akranesi og lék fyrir félagið. Sonur hans er Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins sem leikur á láni hjá Fortuna Düsseldorf í næstefstu deild þýska boltans.
„KSÍ þakkar Jóhannesi Karli fyrir góð störf með landsliðinu og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi."
Athugasemdir