Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 15. maí 2024 12:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli hættur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari (Staðfest)
Tekur við AB í Danmörku
Icelandair
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla og mun hann taka við þjálfun liðs AB sem er í þriðju efstu deild í Danmörku. Liðið er þar núna í sjötta sæti.

Þetta eru heldur betur óvænt tíðindi þar sem Jóhannes Karl framlengdi samning sinn fyrir akkúrat mánuði síðan.

Jói Kalli lætur af störfum frá og með deginum í dag og verður því ekki með A-landsliði karla í næsta verkefni liðsins, sem eru tveir vináttuleikir ytra í næsta mánuði. Það eru leikir gegn Englandi 7. júní í London og gegn Hollandi 10. júní í Rotterdam. Liðið á að koma saman 3. júní næstkomandi.

„Stefnt er að því að ganga frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara landsliðsins sem allra fyrst," segir í tilkynningu KSÍ.

Jói Kalli hafði starfað sem aðstoðarþjálfari landsliðsins í rúmlega tvö ár en hann hefur stýrt HK og ÍA á þjálfaraferli sínum, eftir að hafa átt flottan feril sem atvinnumaður í fótbolta og landsliðsmaður Íslands.

Jói er mikill Skagamaður þar sem hann ólst upp á Akranesi og lék fyrir félagið. Sonur hans er Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FC Kaupmannahafnar og íslenska landsliðsins sem leikur á láni hjá Fortuna Düsseldorf í næstefstu deild þýska boltans.

„KSÍ þakkar Jóhannesi Karli fyrir góð störf með landsliðinu og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner