Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 15. júní 2023 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikar kvenna: Agla María skoraði þrennu í sigri Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir ('6 )
0-2 Agla María Albertsdóttir ('16 )
0-3 Agla María Albertsdóttir ('38 )

Lestu um leikinn


Breiðablik er annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslit Mjólkurbikarsins en FH var fyrst til þess eftir sigur á ÍBV fyrr í kvöld.

Breiðablik heimsótti Þrótt sem lagði Val í síðustu umferð en Blikar völtuðu yfir Fram 7-0.

Agla María Albertsdóttir var frábær í kvöld og skoraði þrennu í fyrri hálfleik og tryggði Blikum sigurinn. Þróttarar náðu engan vegin að ógna Blikum og öruggur sigur staðreynd.

Átta liða úrslitunum lýkur á morgun með tveimur leikjum. Víkingur fær Selfoss í heimsókn annars vegar og Keflavík fær Stjörnuna í heimsókn hins vegar.


Athugasemdir
banner
banner