Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 15. júlí 2021 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ward stefnir á ellefu ár hjá Palace
Joel Ward hefur framlengt samning sinn við Crystal Palace og er nú samningsbundinn út þarnæsta tímabil.

Hægri bakvörðurinn hefur þegar verið í níu ár hjá Palace.

Ward er 31 árs gamall og rann gamli samningur hans út um mánaðarmótin.

Patrick Vieira, nýr stjóri Palace, sér eitthvað í Ward og gæti Ward í vetur bætt við þá 273 leiki sem hann hefur þegar leikið fyrir Palace.

Ward kom til Palace frá Portsmouth árið 2012. Í fyrra kom hann við sögu í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir