Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 15. ágúst 2020 19:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sólon settur í erfiða stöðu: Er það ekki bara nei?
,,Skiptir voðalega litlu máli þegar leikurinn er búinn og endar jafntefli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir átti að fá vítaspyrnu í leiknum þegar brotið var á Vuk undir lok fyrri hálfleiks. Sólon segir þá enga innbyrðiskeppni vera milli sín og Vuk varðandi markaskorun.
Leiknir átti að fá vítaspyrnu í leiknum þegar brotið var á Vuk undir lok fyrri hálfleiks. Sólon segir þá enga innbyrðiskeppni vera milli sín og Vuk varðandi markaskorun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekkjandi að missa þetta niður. Við vorum flottir í fyrri en ekki nógu góður í seinni," sagði Sólon Breki Leifsson, leikmaður Leiknis R., eftir markajafntefli gegn Þór í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Sólon kom að öllum þremur mörkum Leiknis í leiknum. Er hann sáttur með sína frammistöðu eða er það eina sem skiptir máli að vinna leikinn.

„Já það er eina málið. Ég var fínn í fyrri hálfleik og þetta voru fín hlaup. Þetta skiptir voðalega litlu máli þegar leikurinn er búinn og endar jafntefli."

Leiknismenn vildu í tvígang fá vítaspyrnu í leiknum og í bæði skiptin var það Vuk Oskar Dimitrijevic sem féll í teignum. Fannst framherjanum þetta vera víti?

„Mér fannst fyrsta brotið vera pjúra víti en sá ekki seinna. Egill [dómari] var fínn í þessum leik og hef ekkert út á hann að setja."

Sólon var næst settur í erfiða stöðu og var beðinn um sitt mat á því hvort hann sem framherji hefði viljað fá seinna gula spjaldið þegar Guy Smit, markvörður Leiknis, braut á Guðna Sigþórssyni og víti var dæmt.

„Er það ekki bara nei? sagði Sólon og hló.

Vuk hefur nú skorað sjö mörk í deildinni sem er tveimur meira en Sólon. Eru þeir í einhverri keppni innbyrðis?

„Nei ekki neinni, við erum allir bara að gera okkar besta og fyrir mér skiptir það engu hvort að ég skori, Vuk skori eða Bjarki skori."

Hvað þarf Leiknir að gera öðruvísi en liðið gerði í dag í næsta leik gegn Vestra?

„Við þurfum að halda fókus út leikinn og ekki missa dampinn þó að aðeins sé verið að leggja á okkur. Við þurfum að læra að halda forystu."

„Já ég er klár, mjög spenntur að fara vestur," sagði Sólon að lokum aðspurður hvort hann væri klár í næsta leik gegn Vestra á miðvikudag.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner