Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 15. október 2022 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hverjir fara til Sádí-Arabíu? - Allavega 23 á lista
Ísak Snær hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar.
Ísak Snær hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi hefur átt gott tímabil með Víkingi
Logi hefur átt gott tímabil með Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel átt virkilega gott tímabil með KA.
Daníel átt virkilega gott tímabil með KA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Adam Ægir hættir ekki að leggja upp.
Adam Ægir hættir ekki að leggja upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gæti landsliðsfyrirliðinn mætt með í verkefnið?
Gæti landsliðsfyrirliðinn mætt með í verkefnið?
Mynd: Getty Images
Í næsta mánuði munu margir leikmenn úr Bestu deildinni spila vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu og mögulega gegn annarri þjóð nokkrum dögum síðar. Ísland mætir Sádí-Arabíu ytra 6. nóvember og hefur heyrst af viðræðum við Suður-Kóreu um að spila leik þar í kjölfarið.

Tíu dögum eftir leikinn í Sádí-Arabíu hefst svo Eystrasaltsbikarinn þar sem Ísland mætir Litháen í undanúrslitunum. Sú keppni er innan landsleikjaglugga og má búast við mjög mörgum breytingum milli landsliðshópa. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Lettland og Eistland.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í upphafi vikunnar. Þá sagðist hann vera að bíða eftir því að sjá hvaða leikmenn fara í úrslitakeppnina í Bandaríkjunum og hvaða lið verði í umspilsleikjum í Noregi.

„Þetta er svolítið óljóst og þess vegna er hópurinn sem við erum með núna á teikniborðinu aðeins stærri. Við fáum einhver svör eftir næstu helgi," sagði Arnar við Fótbolta.net á mánudag.

Einhverjir leikmenn munu ekki gefa kost á sér vegna meiðsla eða eru með eitthvað annað fyrirhugað þegar spilað verður í nóvember. Þá verður rúm vika síðan Íslandsmótið kláraðist.

Eitthvað hefur heyrst af leikmönnum sem eru í stóra hópnum hjá Arnari og ákvað undirritaður að setja saman lista út frá þeim upplýsingum. Fleiri leikmenn úr Bestu deildinni gætu verið á lista og það að vera á þessum lista þýðir ekki endilega að leikmaðurinn verði í hópnum.

Samkvæmt heimildum voru níu Blikar í fyrstu teikningu á landsliðshópnum en ólíklegt er að tveir þeirra, Anton Ari Einarsson og Gísli Eyjólfsson gefi kost á sér. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði þá í viðtali í Stúkunni að Jason Daði Svanþórsson þyrfti að fara í aðgerð eftir mót, spurning hvort hann spili fyrst eins og einn landsleik.

Hjá Víkingi heyrðist að sjö nöfn hafi verið á blaði en heyrst hefur að ólíklegt sé að þeir Erlingur Agnarsson, Ingvar Jónsson og Júlíus Magnússon gefi kost á sér. Hjá KA hafa svo fjórir verið nefndir, Sveinn Margeir Hauksson var einn þeirra en hann glímir við meiðsli og missir væntanlega af verkefninu.

Hjá Keflavík voru þrír á blaði og það kæmi á óvart ef einn leikmaður Vals yrði ekki í hópnum.

Besta deildin:
Breiðablik (9)
Anton Ari Einarsson
Dagur Dan Þórhallsson
Damir Muminovic
Gísli Eyjólfsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Ísak Snær Þorvaldsson
Jason Daði Svanþórsson
Viktor Karl Einarsson
Viktor Örn Margeirsson

Víkingur (7):
Ari Sigurpálsson
Erlingur Agnarsson
Ingvar Jónsson
Júlíus Magnússon
Logi Tómasson
Viktor Örlygur Andrason
Danijel Dejan Djuric

KA (4):
Daníel Hafsteinsson
Ívar Örn Árnason
Sveinn Margeir Hauksson
Þorri Mar Þórisson

Keflavík (3):
Adam Ægir Pálsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Sindri Kristinn Ólafsson

Valur (óstaðfest):
Frederik Schram

Leikmenn sem spila vestanhafs:
Guðlaugur Victor Pálsson - DC United (Engin úrslitakeppni)
Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots (Kemur í ljós um helgina hvort liðið fer í úrslitakeppni)
Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal (1. umferð í úrslitakeppni 17. október)
Þorleifur Úlfarsson - Houston Dynamo (Engin úrslitakeppni)

Leikmenn sem spila í norsku B-deildinni:
Bjarni Mark Antonsson - Start (fer líklega í umspil)
Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal (Þremur stigum frá umspilssæti þegar þrjár umferðir eru eftir)
Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal
Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal

Al Arabi í Katar spilar í dag en svo eru ekki fleiri leikir á dagskrá fyrir HM. Það er spurning hvort Aron Einar Gunnarsson komi til greina í verkefnið.

Árni Vilhjálmsson er þá án félags og gæti komið til greina.
Athugasemdir
banner
banner