Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   lau 15. október 2022 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Það væri vont og slæmt ef maður væri ekki pirraður á að hafa tapað
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkringdir Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti KR í kvöld þegar lokaleikur dagsins fór fram á Kópavogsvelli. 

Það var ljóst eftir síðustu umferð að ekkert lið getur náð Blikum af stigum og því væru þeir orðnir Íslandsmeistarar með þrjá leiki í hendi. Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan þeir töpuðu einmitt gegn KR í fyrstu umferð síðasta tímabils.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KR

„Ef við horfum bara á úrslitin og horfum bara á leikinn sem slíkan þá er auðvitað hundfúllt að tapa og mér fannst við ekki eiga það skilið og mér fannst við gera nóg til að vinna þennan leik." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Svo verður maður einhvernveginn að reyna að setja það í samhengi við það að þetta mót er búið, við erum búnir að vinna það. Það væri vont og slæmt ef maður væri ekki pirraður á að hafa tapað og sú tilfining skilur eftir óbragð í munninum en síðan þarf maður bara að reyna bægja henni frá og umvefja og faðma þetta afrek sem að liðið hefur afrekað." 

Aðspurður um hvort það væri kannski smá spennufall í gangi hjá Blikum vildi Óskar Hrafn meina að hann saknaði vissulega ákveðins element frá liðinu.

„Það er kannski aðeins svona þegar þú ert að elta eitthvað og ert ekki kominn með það að þá sérðu svona ákveðin element í liðinu og menn gera kannski hlutina aðeins hraðar, aðeins einbeittara og aðeins betur. Þegar það er ekki til staðar og þegar skjöldurinn er bara komin í hús þá kannski slokknar aðeins á því og mér fannst svona aðeins örla á því að það vantaði svona aðeins uppá ógnina og kraftin og einbeitninguna á síðasta þriðjungi."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner