Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   lau 15. október 2022 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Það væri vont og slæmt ef maður væri ekki pirraður á að hafa tapað
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkringdir Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti KR í kvöld þegar lokaleikur dagsins fór fram á Kópavogsvelli. 

Það var ljóst eftir síðustu umferð að ekkert lið getur náð Blikum af stigum og því væru þeir orðnir Íslandsmeistarar með þrjá leiki í hendi. Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan þeir töpuðu einmitt gegn KR í fyrstu umferð síðasta tímabils.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KR

„Ef við horfum bara á úrslitin og horfum bara á leikinn sem slíkan þá er auðvitað hundfúllt að tapa og mér fannst við ekki eiga það skilið og mér fannst við gera nóg til að vinna þennan leik." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Svo verður maður einhvernveginn að reyna að setja það í samhengi við það að þetta mót er búið, við erum búnir að vinna það. Það væri vont og slæmt ef maður væri ekki pirraður á að hafa tapað og sú tilfining skilur eftir óbragð í munninum en síðan þarf maður bara að reyna bægja henni frá og umvefja og faðma þetta afrek sem að liðið hefur afrekað." 

Aðspurður um hvort það væri kannski smá spennufall í gangi hjá Blikum vildi Óskar Hrafn meina að hann saknaði vissulega ákveðins element frá liðinu.

„Það er kannski aðeins svona þegar þú ert að elta eitthvað og ert ekki kominn með það að þá sérðu svona ákveðin element í liðinu og menn gera kannski hlutina aðeins hraðar, aðeins einbeittara og aðeins betur. Þegar það er ekki til staðar og þegar skjöldurinn er bara komin í hús þá kannski slokknar aðeins á því og mér fannst svona aðeins örla á því að það vantaði svona aðeins uppá ógnina og kraftin og einbeitninguna á síðasta þriðjungi."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner