Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
   lau 15. október 2022 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Það væri vont og slæmt ef maður væri ekki pirraður á að hafa tapað
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkringdir Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti KR í kvöld þegar lokaleikur dagsins fór fram á Kópavogsvelli. 

Það var ljóst eftir síðustu umferð að ekkert lið getur náð Blikum af stigum og því væru þeir orðnir Íslandsmeistarar með þrjá leiki í hendi. Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan þeir töpuðu einmitt gegn KR í fyrstu umferð síðasta tímabils.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KR

„Ef við horfum bara á úrslitin og horfum bara á leikinn sem slíkan þá er auðvitað hundfúllt að tapa og mér fannst við ekki eiga það skilið og mér fannst við gera nóg til að vinna þennan leik." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Svo verður maður einhvernveginn að reyna að setja það í samhengi við það að þetta mót er búið, við erum búnir að vinna það. Það væri vont og slæmt ef maður væri ekki pirraður á að hafa tapað og sú tilfining skilur eftir óbragð í munninum en síðan þarf maður bara að reyna bægja henni frá og umvefja og faðma þetta afrek sem að liðið hefur afrekað." 

Aðspurður um hvort það væri kannski smá spennufall í gangi hjá Blikum vildi Óskar Hrafn meina að hann saknaði vissulega ákveðins element frá liðinu.

„Það er kannski aðeins svona þegar þú ert að elta eitthvað og ert ekki kominn með það að þá sérðu svona ákveðin element í liðinu og menn gera kannski hlutina aðeins hraðar, aðeins einbeittara og aðeins betur. Þegar það er ekki til staðar og þegar skjöldurinn er bara komin í hús þá kannski slokknar aðeins á því og mér fannst svona aðeins örla á því að það vantaði svona aðeins uppá ógnina og kraftin og einbeitninguna á síðasta þriðjungi."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner