Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   lau 15. október 2022 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Það væri vont og slæmt ef maður væri ekki pirraður á að hafa tapað
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkringdir Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti KR í kvöld þegar lokaleikur dagsins fór fram á Kópavogsvelli. 

Það var ljóst eftir síðustu umferð að ekkert lið getur náð Blikum af stigum og því væru þeir orðnir Íslandsmeistarar með þrjá leiki í hendi. Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan þeir töpuðu einmitt gegn KR í fyrstu umferð síðasta tímabils.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KR

„Ef við horfum bara á úrslitin og horfum bara á leikinn sem slíkan þá er auðvitað hundfúllt að tapa og mér fannst við ekki eiga það skilið og mér fannst við gera nóg til að vinna þennan leik." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Svo verður maður einhvernveginn að reyna að setja það í samhengi við það að þetta mót er búið, við erum búnir að vinna það. Það væri vont og slæmt ef maður væri ekki pirraður á að hafa tapað og sú tilfining skilur eftir óbragð í munninum en síðan þarf maður bara að reyna bægja henni frá og umvefja og faðma þetta afrek sem að liðið hefur afrekað." 

Aðspurður um hvort það væri kannski smá spennufall í gangi hjá Blikum vildi Óskar Hrafn meina að hann saknaði vissulega ákveðins element frá liðinu.

„Það er kannski aðeins svona þegar þú ert að elta eitthvað og ert ekki kominn með það að þá sérðu svona ákveðin element í liðinu og menn gera kannski hlutina aðeins hraðar, aðeins einbeittara og aðeins betur. Þegar það er ekki til staðar og þegar skjöldurinn er bara komin í hús þá kannski slokknar aðeins á því og mér fannst svona aðeins örla á því að það vantaði svona aðeins uppá ógnina og kraftin og einbeitninguna á síðasta þriðjungi."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir