Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: RÚV 
Calhanoglu við RÚV: Vanalega klúðra ég aldrei, það er ómögulegt
Icelandair
Hakan Calhanoglu klúðrar vítinu
Hakan Calhanoglu klúðrar vítinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hakan Calhanoglu, fyrirliði Tyrklands, var nokkuð kokhraustur þegar hann ræddi við RÚV eftir 4-2 sigurinn á Íslandi á Laugardalsvelli í gær.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Calhanoglu klúðraði vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi, en það má segja að frosinn Laugardalsvöllur hafi komið til hjálpar.

Sverrir Ingi Ingason var dæmdur brotlegur í teignum er hann handlék boltann og fór Calhanoglu á punktinn. Hann hins vegar rann til og sparkaði tvisvar í boltann sem hafnaði í netinu. Markið var ólöglegt og óbein aukaspyrna dæmd þar sem leikmaður má ekki leika boltanum tvisvar.

„Varðandi vítið þá klúðra ég vanalega aldrei því að það er útilokað. En ég rann. Í öðru vítinu vildi ég taka það aftur því ég vildi staðfesta að ég skoraði alltaf, eins og ég geri í félagsliðinu mínu,“ sagði Calhanoglu við Jóhann Pál Ástvaldsson, fréttamann RÚV, eftir leikinn.

Það er að vísu ekki ómögulegt fyrir hann að klúðra en svona næstum því. Þetta var fimmta vítið sem hann klúðrar á ferlinum. Hann klúðraði síðast víti gegn Wales í júní á síðasta ári, en það þarf að leita aðeins lengra eftir hinum vítaklúðrunum. Hann klúðraði þremur vítum frá 2015 til 2016 með Bayer Leverkusen.

Hann fékk tækifæri til að bæta upp fyrir klúðrið síðar í leiknum er Andri Lucas Guðjohnsen fékk dæmda á sig hendi og nýtti Calhanoglu það tækifæri. Það var 42. vítaspyrnan sem hann skorar úr á ferli sínum.

Calhanoglu vonast til þess að næst þegar hann heimsækir Ísland verði spilað á nýjum velli og það verður einmitt raunin en það á að leggja upphitað lagningarkerfi og hybrid-gras á Laugardalsvelli á næstunni.

„Það er ekki auðvelt að spila á þessum velli í dag. Kannski lítur þetta út fyrir að vera auðvelt fyrir þau sem eru fyrir utan. En fyrir okkur sem erum inni á vellinum er þetta erfitt því að nokkrir staðir á vellinum voru frosnir.“

„Það var mjög kalt en þetta er í fjórða eða fimmta skiptið sem ég spila hér. Í dag var ekki svo kalt. Það hefur verið meiri vindur áður. Völlurinn var ekki góður og ég vona að við spilum á nýjum velli næst þegar ég kem hingað,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner