Danski íþróttafréttamaðurinn Sören Sorgenfri segir að stór félög í Evrópu séu að fylgjast með íslenska unglingalandsliðsmanninum Orra Steini Óskarssyni.
Orri sem er 17 ára gamall er hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn þar sem hann er samningsbundinn til 2024.
Orri sem er 17 ára gamall er hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn þar sem hann er samningsbundinn til 2024.
Hann lék í síðasta mánuði sína fyrstu leiki fyrir U21 landslið Íslands og talið er stutt í að hann fái tækifærið með aðalliði FCK. Hann hefur raðað inn mörkum fyrir yngri lið félagsins.
Sorgenfri segir að ítalska stórveldið Juventus, hollenska stórveldið Ajax, Club Brugge í Belgíu, Dortmund og RB Leipzig í Þýskalandi og RB Salzburg í Þýskalandi hafi öll áhuga á Orra sem er talinn kosta um fimm milljónir evra.
Orri, sem er uppalinn hjá Gróttu, er sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Orri spilaði tólf leiki í íslensku 1. deildinni 2019 þegar liðið vann deildina. Hann skoraði eitt mark, þá fimmtán ára gamall.
Sjá einnig:
Óskar mjög glaður með staðinn sem Orri er á - „Alltaf stoltur af honum"
Athugasemdir