Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. nóvember 2021 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar mjög glaður með staðinn sem Orri er á - „Alltaf stoltur af honum"
Orri Steinn
Orri Steinn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson hefur staðið sig virkilega vel með unglingaliðum FC Kaupmannahafnar síðan hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu eftir tímabilið 2019 á Íslandi. Orri lék á dögunum sína fyrstu U21 árs landsleiki og styttist í að hann banki á dyrnar hjá aðalliði FCK.

Orri er sautján ára sóknarmaður og er sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Fótbolti.net ræddi við Óskar í vikunni og spurði hann út í soninn.

Hvernig var að sjá Orra spila með U21 árs landsliðinu?

„Ég var auðvitað stoltur af honum, er alltaf stoltur af honum. Hann er búinn að leggja mjög mikið á sig eins og allir í þessu liði og gaman að sjá menn uppskera."

„Hann er ungur, þetta kom óvænt en frábært að fá að vera með í þessum hóp í þessum tveimur leikjum. Hann fær að kynnast þessum eldri og reyndari leikmönnum og lærir af þeim. Það er mjög dýrmætt og mér finnst þetta bara frábært,"
sagði Óskar.

Held hann sé á frábærum stað
„Það gengur vel hjá honum hjá FCK. Hann er á góðum stað, er mjög glaður, líður vel hjá félaginu, líður vel í skólanum sem hann er í og líður vel í lífinu. Það er grunnurinn að þessu öllu saman."

„Ég held hann sé á frábærum stað og er að taka þetta mátulega hratt. Ég held að það sé ekki annað hægt en að vera mjög glaður með það,"
bætti Óskar við.

Kynntu þér Orra betur:
Atvinnumennskan er ekki skemmtileg - Hákon til fyrirmyndar
Telur stutt í það að Orri Steinn komi upp í aðalliðið
Orri Steinn bætti met Wind og framlengdi samninginn í kjölfarið
Orri Steinn skoraði og móðir hans lýsti því fyrir föður hans - Meistari með U17
„Orri hættir bara ekki að skora"
Orri stefnir á aðalliðið, beygir þungt og horfir stressaður á Blikalið pabba síns
Hin hliðin - Orri Steinn Óskarsson
Athugasemdir
banner
banner