Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 05. nóvember 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Styttist í að Orri fái tækifæri með aðalliði FCK
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og Hákon Arnar Haraldsson hafa allir spilað með aðalliði FCK í Kaupmannahöfn á þessu tímabili. Fjórði Íslendingurinn bætist væntanlega við hópinn á tímabilinu.

„Þá erum við með Orra Stein Óskarsson, sem hefur raðað inn mörkum fyrir U-19 ára liðið, og mun að öllum líkindum fá tækifæri með aðalliðinu á einhverjum tímapunkti seinna á þessu keppnistímabili ef fram heldur sem horfir," segir Brian Fonseca, yfirnjósnari FC Kaupmannahafnar, í viðtali við Fréttablaðið.

Orri Steinn, sem er fyrrum leikmaður Gróttu, er 17 ára og er sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.

„Kjarni FCK hefur í gegnum tíðina verið skipaður leikmönnum frá Norðurlöndunum og íslenskir leikmenn hafa reynst okkur vel. Íslensku leikmennirnir sem hafa komið til okkar í kringum 17 ára aldurinn hafa aðlagast mjög vel þeim kröfum sem gerðar eru til leikmanna félagsins, bæði inni á vellinum og hvað hugarfar varðar."

Fonseca segir enga tilviljun að FCK beini sjónum sínum að Íslandi þegar leitað er að leikmönnum en viðtal Hjörvars Ólafssonar má lesa í heild á vefsíðu Fréttablaðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner