Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   mán 15. desember 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bissouma opnar sig um þunglyndi eftir mörg innbrot
Mynd: EPA
Yves Bissouma, leikmaður Tottenham, hefur komið sér í fréttirnar fyrir allt annað en fótbolta undanfarna mánuði og ár.

Myndband af Bissouma neyta hlátursgas fór í dreyfingu á samfélagsmiðlum á dögunum en þetta er í annað sinn sem það gerist.

Hann var dæmdur í eins leiks bann hjá Tottenham í fyrra fyrir sama athæfi. Hann hefur ekkert komið við sögu undir stjórn Thomas Frank.

Bissouma opnaði sig um þunglyndi og vænisýki í viðtali við The Sun. Þrisvar sinnum hefur verið brotist inn til hans en síðasta atvikið átti sér stað síðasta sumar þar sem miklum verðmætum var stolið.

„Þessi atvik brutu eitthvað inn í mér sem ég vissi ekki að gæti brotnað. Ég bið stuðningsmennina afsökunar, Áfallið sem jókst í lífi mínu, óttinn, panikkið, þunglyndið og vænisýkin," sagði Bissouma.
Athugasemdir
banner