Það er heldur betur tíðindamikil helgi að baki í ensku úrvalsdeildinni. Garth Crooks hjá BBC hefur valið úrvalslið umferðarinnar.
Miðjumaður: Solly March (Brighton) - Brighton var betra liðið á öllum sviðum í sigrinum gegn Brighton og March var meðal markaskorara.
Miðjumaður: Martin Ödegaard (Arsenal) - Skoraði í sigrinum gegn Tottenham og hefur verið hreinlega geggjaður fyrir Arsenal á tímabilinu. Sýnt mikla fagmennsku og frammistöðu í heimsklassa.
Sóknarmaður: Marcus Rashford (Manchester United) - Það er um það talað og eftir því tekið. Rashford er allt annar leikmaður en hann var á síðasta tímabili. Er að blómstra og gerði gæfumuninn í sigrinum gegn City. Hafði mikil áhrif í fyrra marki United og skoraði það seinna.
Athugasemdir