Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 16. mars 2017 10:16
Magnús Már Einarsson
Óttar Magnús væntanlega í hópnum gegn Kosóvó
Icelandair
Óttar í landsleik í Kína í janúar.
Óttar í landsleik í Kína í janúar.
Mynd: Getty Images
Óttar Magnús Karlsson, framherji Molde, verður væntanlega í íslenska landliðshópnum fyrir leikinn gegn Kosóvó í undankeppni HM og vináttuleikinn gegn Írum síðar í mánuðinum.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnir hópinn klukkan 13:15 á morgun.

Óttar var ekki valinn í U21 árs landsliðshópinn fyrir komandi vináttuleik gegn Georgíu og Sádi-Arabíu.

Engin meiðsli eru að hrjá Óttar en hann spilaði allan leikinn þegar Molde sigraði FH 4-1 á Marbella í gær.

Því má fastlega gera ráð fyrir því að hann verði í A-landsliðshópnum sem er tilkynntur á morgun.

Hinn tvítugi Óttar spilaði sína fyrstu A-landsleiki á æfingamóti í Kína í janúar. Í fyrra sló hann í gegn með Víkingi R. í Pepsi-deildinni en Molde keypti hann í kjölfarið í sínar raðir.
Athugasemdir
banner