Víðir hefur nælt í tvo leikmenn á láni frá nágrönnum sínum.
Aron Hákonarson er genginn til liðs við félagið á láni frá Keflavík. Hann er 21 árs gamall varnarmaður. Hann hefur spilað fjóra deildarleiki með Keflavík. Tvo í Bestu deildinni 2023 og tvo í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Hann var í byrjunarliðinu þegar Víðir lagði Hörð í 1. umferð Mjókurbikarsins í ár.
Aron Hákonarson er genginn til liðs við félagið á láni frá Keflavík. Hann er 21 árs gamall varnarmaður. Hann hefur spilað fjóra deildarleiki með Keflavík. Tvo í Bestu deildinni 2023 og tvo í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Hann var í byrjunarliðinu þegar Víðir lagði Hörð í 1. umferð Mjókurbikarsins í ár.
Þá er Róbert William G. Bagguley kominn frá Njarðvík á láni. Róbert er tvítugur varnarmaður en hann lék einnig í leiknum gegn Herði. Hann var á láni hjá Þrótti Vogum í 2. deild síðasta sumar þar sem hann lék tvo leiki og einn í Fótbolti.net bikarnum.
Athugasemdir